Fordómar gagnvart fátækum öryrkjum og öldruðum
Skoðað: 6400
Það hefur mikið verið í umræðunni undanfarið að öryrkjar, aldraðir og fatlaðir upplifi það að þeir verði fyrir fordómum af hendi almennings, fjölmiðla og ráðamanna í þjóðfélaginu.
Af því tilefni langar okkur hér á Skandall.is að forvitnast hjá fólki hvort það sjálft hefur orðið fyrir fordómum vegna veikinda sinna, öldrunar eða fötlunar og hvernig það hefur tekið á því þegar það verður fyrir þeim.
Öll, hvaða aldri sem við erum á, verðum við að gera okkur grein fyrir því að einn daginn verðum við gömul, óvinnufær eða þá að við getum lent í slysum sem verða til þess að við missum heilsuna og getuna til að vinna fyrir okkur. Þar á ríkið að grípa inn í samkvæmt stjórnarskrá og gera okkur kleift að lifa mannsæmandi lífi, eiga fyrir nauðsynjum og geta átt okkur eitthvað líf. Því miður hefur það verið verkefni núverandi ríkisstjórnar að hundsa þetta algjörlega og má sjá glögglega á bloggsíðum og í hópum á samfélagsmiðlum umræður fólks um þessi málefni enda er öllum sem hafa fylgst með umræðum í þjóðfélaginu að þessir hópar sem flokkast sem lífeyrisþegar eru all flestir langt undir þeim tekjumörkum sem flokkast sem fátækt. Verst er þó þegar Tryggingastofnun Ríkisins, sem á að vera okkar verndari og til aðstoðar og hjálpar, sýnir hvað eftir annað bæði í orði og verki ömurlega framkomu við öryrkja sem ekki er hægt að flokka á neinn annan hátt en verstu fordóma einstakra starfsmanna þar þó svo margir sem þar starfa geri það af heilindum fyrir skjólstæðinga stofnunarinar. En eitt rotið epli getur skemmt svo út frá sér að það sjást aðeins skemmdirnar og það þarf yfirstjórn TR svo sannarlega að skoða, bæði hvað varðar starfsfólkið og yfirstjórnina.
Það lifir enginn sómasamlegu lífi á 200. þúsund krónum á mánuði eða minna.
En það eru fordómarnir sem eru verstir sem þessi hópur verður fyrir, því stjórnvöld ala á fordómum gagnvart þessum þjóðfélagshópi og fjölmiðlar spila því miður oftast með. Sérstaklega þeir sem eru hallir undir stjórnvöld og passa sig á því þegar verið að ræða tekjur þessara hópa og hækkunn lífeyrisbóta, að tala aðeins um það i prósentum en aldrei í krónum hvað þeir fá og hvað þeir hafa hækkað. Þetta er ljótur leikur hjá fjölmiðlum og hafi þeir skömm fyrir það.
Að lokum langar okkur að biðla til ykkar þarna úti sem hafið orðið fyrir fordómum vegna fátæktar eða föltunar og jafnvel vegna þess að þið eruð komin yfir sextugt, að senda okkur reynslusögur af því hvernig fordómum þið hafið orðið fyrir og eru þeir frá einhverjum ykkur nátengdum, fjölskyldumeðlimum eða einhverjum öðrum.
Hægt er að senda okkur póst á netfangið skandall@skandall.is
Skoðað: 6400