Félagsþjónusta sveitarfélagana í rúst – Veikt fólk hýrist á götunni eða í gömlum bílum

Skoðað: 4480

Skjáskot af Pressan.is.
Skjáskot af Pressan.is.

Það er skelfilegt að hugsa til þess hvernig velferðarkerfinu hefur kerfisbundið verið rústað af stjórnvöldum á síðustu 10 til 15 árum, ábyrgðinni velt yfir á sveitarfélögin sem mörg hver eru svo skuldum vafin að þau geta tæplega sinnt þeirri þjónustu sem skyldan býður þeim.

Reykjanesbær er eitt þeirra sveitarfélaga sem hvað verst eru sett í landinu enda svo gott sem eignalaus eftir 12 ára valdasetu Sjálfstæðismanns sem taldi að besta lausnin hægt væri að hugsa sér fyrir sveitarfélagið væri að selja allar eignir þess og húsnæði til einkaaðila svo sveitarfélagið þyrfti ekki að sjá um rekstur þeirra.

Hverju hefur þetta svo skilað Reykjanesbæ?
Jú, þetta hefur skilað sveitarfélaginu nánast í gjaldþrot.  Það getur ekki sinnt lögbundnum skyldum sínum gagnvart fólkinu sem þar býr og félagsþjónustan er gjörsamlega í molum og fólk býr á götunni þrátt fyrir að tugir íbúða standi auðar í sveitarfélaginu.

Sjöfn Garðarsdóttir er ein þeirra en hún hefur beðið eftir að fá félagslegt húsnæði í fimm ár og hún hefur nú verið á vergangi síðustu árin ásamt yngsta syni sínum af þeim fjórum sem hún á, en hann er greindur með áráttu- og þráhyggjuröskun og ofsakvíða. Sjöfn segið rótleysið fara mjög illa í soninn, sem vinnur á vernduðum vinnustað sökum þess að hann á erfitt með að athafna sig í daglegu lífi, eins og hún sagði þegar hún vargestur Edithar Alvarsdóttur, í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu á dögunum.

Ég keypti mér íbúð árið 1991 en missti hana þegar ég labbað út úr ofbeldissambandi 19 árum síðar.  Ég labbaði út frá öllu. Það var eina leiðin fyrir mig að komast í burtu.

Fyrrum sambýlismaður hennar borgaði ekki af íbúðinni sem fór á uppboði á síðasta ári. Fyrst eftir skilnaðinn flutti Sjöfn ásamt syni sínum í íbúð í Reykjanesbæ sem var með svo miklum myglusvepp að mæðginin flúðu og hafa verið á hrakhólum síðan.

Þessa dagana fá mæðginin að gista hjá eldri syni Sjafnar sem er tvítugur. „Það er orðið svo kalt úti að við getum ekki verið í bílnum. Ástandið er skelfilegt og ég er úrkula vonar um að það breytist.“

Hér má lesa meira um málið á pressan.is en viðtalið á Útvarp Sögu er viðhengt hér að ofan.

Í dag er svo umræða um fjárlögin fyrir árið 2016 á Alþingi en fjáraukalögin verða þar til afgreiðslu.
Meðan kirkjan á að fá 370 milljónir aukalega í sinn hlut, þá á ekki að lagfæra kjör öryrkja og aldraðra eins og lög kveða á um í lögum um almannatrygginga, 69. grein og ætla þingmenn í ríkisstjórnarflokkunum áfram að snúa blinda auganu að þeirri staðreynd að þeir eru að brjóta lög landsins með því að styðja ríkisstjórnina í helstefnunni gegn öryrkjum og öldruðum.

Umræður á alþingi hefjast klukkan 10:30 fyrir þá sem vilja fylgjast með.

Skoðað: 4480

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir