Gjörspilltur, lyginn og siðblindur Bjarni Benediktsson
Skoðað: 20102
Það er algjörlega óþolandi að hlusta á lygarnar og þvættinginn sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra fer með í ræðustól Alþingis eins og gerðist í dag þegar hann heldur því fram að kjör öryrkja og aldraðra hafi hækkað meira en laun á almennum markaði á þessu ári.
Það er greinilegt að Bjarni Benediktsson þekkir ekki lögin nógu vel um almannatryggingar þegar hann heldur því fram í svari sínu til Kristjáns L. Möller, að bætur almannatrygginga hækki bara einu sinni á ári og það um áramót því í 69. grein laga um almannatryggingar stendur þetta skýrum stöfum:
69. gr. Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.
Þarna er skýrt kveðið á um að taka skuli mið af launaþróun og þegar maður horfir á launaþróun á árinu í krónum talið, þá er það ansi hart að hlusta á ráðherrann halda því fram að lífeyrisþegar í landinu séu gjörsamlega réttlausir miðað við aðrar stéttir í landinu, sérstaklega þingmenn og ráðherra sem fá afturvirkar hækkannir tíu mánuði aftur í tíman meðan öryrkjar og aldraðir þurfa að sætta sig við að lifa af og halda jól með 170 til 180 þúsund krónur í útborgaðar tekjur.
Það er einhver sú sjúklegasta og ömurlegastsa gagnafölsun að tala um tekjujöfnuð í prósentum og það sýnir bara siðblinduna og hrokann þegar þessi maður fer að tala um prósentur í því sambandi því þegar hann sjálfur fær yfir 100 þúsund krónur í mánaðarlega hækkunn á sínum launum miðað við 9,3% þá gefur það öryrkjanum innan við 11. þúsund krónur á mánuði í kjarabót.
Það er fátt ömurlegra í þessu þjóðfélagi hvernig fólk gleypir þessar prósentutölur hráar og trúir þeim eins og um sannleika sé að ræða því staðreyndin er sú, eins og svo oft hefur verið bent á, að ráðherrar og þingmenn sem geta ekki með nokkru móti sagt satt í þessum málum með því að setja hlutina fram í krónum og aurum, vita að þeir eru að ljúga að almenningi og blekkja hann með svona talnaleikfimi.
Almennt launafólk fær afturvirka hækkunn á sín laun um að meðaltali 33. þúsund krónur á mánuði en öryrkjar og aldraðir eiga bara að éta núðlur og hafragraut um jólin meðan Bjarni Ben og hans nótar fá jólabónus upp á rúma milljón krónur til að leika sér fyrir og éta sig sadda.
Er eitthvað réttlæti til í hugum þeirra stjórnmálamanna sem haga sér með þessum hætti?
Hlustið bara sjálf á svörin frá Bjarna Ben og dæmið sjálf.
Skoðað: 20102