Staðreyndir!

Skoðað: 2060

Björn Birgisson í Grindavík birtir meðfylgjandi mynd á fésbókarsíðu sinni þar sem staðreyndir um ellilífeyri eru taldar upp.  Þessar upplýsingar eru staðreyndir sem stjórnmálamenn geta ekki neitað eða þrætt fyrir því þetta eru þeirra verk.

  • Árið 2010 var ellilífeyririnn 153.500 krónur á mánuði en í dag er hann 256.800 krónur.
  • Ef hann hefði hækkað eins og launavísitalan þá ætti hann að vera 297.600 krónur eða 40.800 krónum hærri en hann er í dag.
  • Ef hann hefði hækkað eins og lægstu laun þá væri hann 313.500 krónur í dag eða heilum 56.700 krónum hærri.

Nú vitum við öll hvaða flokkar hafa verið við völd síðustu átta ár og verða eitt ár í viðbót við völd og hafa viðhaldið því ástandi að gera fátækt fólk enn fátækara með því auka bilið milli lágmarkslauna og ellilífeyris.

Ætlar þú að kjósa það fólk til áframhaldandi setu við stjórn landsins eftir næstu kosningar og leyfa því vísivitandi að misþyrma kjörum eldri kynslóðarinar í landinu?
Sá sem það gerir stenst ekkert siðferðilegt mat.
Það jafngildir því að sparka í fólk sem getur ekki varið sig.

Skoðað: 2060

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir