Skrópagemlingur á þingi
Skoðað: 2488
– Hann skrópar þegar tveir af fimm helst lögspekingum landsins mæta hjá nefndinni í málinu.
– Hann skrópar þegar heilbrigðisráðneytið kemur til að útskýra sóttvarnaraðgerðir.
– Hann skrópar í stað þess að styðja upplýsingaóskir mínar til heilbrigðisyfirvalda sem ég þurfti að fara með beint til heilbrigðisráðherra því meirihlti Brynjars í nefndinni vildi ekki samþykkja án frekari umræðu.
Þetta og meira til skrifar Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata á fésbókarsíðu sína og birtir skjáskot af mætingu Brynjars Níelssonar í Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis við færslu sína.
Eins og sjá má á myndinni þá eru fjarvistirnar 46 en mætingarnar aðeins 12 talsins.
Samt hefur Brynjar verið duglegur að úttala sig um störf nefndarinar og mál sem þar hafa verið flutt og farið yfir, skrifa greinar í fjölmiðla og fárast á sinni eigin fésbókarsíðu um störf nefndarinar og nefndarmenn.
Það verður að segjast eins og er að svona þingmenn eru lítt til þess fallnir að auka traust almennings á Alþingi en eru því duglegri að draga það niður í skítinn þar sem þeir sjálfir lifa og hrærast.
Færslu Jóns má lesa hér að neðan.
Skoðað: 2488