Skatturinn hirðir hátt í þriðjung af desemberuppbót öryrkjans

Skoðað: 5493

Það á að drepa með öllum ráðum, sköttum skerðingum lífeyrisþega á íslandi.  Fólkið sem fær skammtaðar svo lágar tekjur að þau eru í flestum tilfellum udnir sárafátæktarmörkum sem gerir það að verkum að fólk á ekki fyrir lyfjum eða nauðsynjum út mánuðinn og flestir orðnir auralausir um eða í kringum tíunda hvers mánaðar.

Skoðið skattafrádráttinn í nóvember og berið saman við seinni myndina.

Desemberuppbótin er því kærkomin en mismunandi hvað hún er há hjá hverjum og einum og hér er dæmi um einstakling í meðfylgjandi skjáskotum sem fær heilar 33.437,-  kórnu en skattmann kemur stormandi með ránfuglsklærnar útglenntar og hirðir af því 12.353,- krónur sem renna aftur í ríkissjóð.

Berið saman myndirnar og skoðið skattafrádráttinn.

Öldruðum og öryrkjum finnst þetta að sjálfsögðu blóðugt og ósanngjarnt enda horfa þeir upp á launafólk fá tæplega 100. þúsund krónur í desemberuppbót en ráðherrar og þingmenn, sem hafa ekkert, nákvæmlega minna en ekki neitt með svona uppbót á ofurlaun, skattafríðindi og aðrar sponslur, oftar en ekki skattfrjálsar, að gera enda sú upphæði hátt í 200 þúsund krónur.

Auðvita ætti þessu að vera öfugt farið krónulega séð því fólk sem daglega lepur dauðan úr skel hefur meiri þörf fyrir að geta gert sér glaðan dag einu sinni á ári og á alveg fullan rétt á því að fá þessa desemberuppbót skattfría og fjórfallt hærri en hún er í dag.

Skoðið hvernig ykkar staða er á Mínar síður á TR.is og endilega kommentið hér að neðan hvað er rifið af ykkur.

Það er hreinasta skömm að því hvernig farið er með fólk á íslandi.

Skoðað: 5493

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir