Ríkið stal 389 þúsund krónum af öryrkja (svona fyrir utan rányrkjuna sem stunduð er af þeim á hverjum einasta degi ársins þar fyrir utan)
Skoðað: 3176
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinar má eiga það skuldlaust að hann er duglegur að benda á það óréttlæti og þann þjófnað sem ríkisstjórnin stundar gagnvart öldruðum og öryrkjum í fyrirspurnum sínum til ráðherra og gott dæmi um það er hvernig hann bendir miskunnarlaust á þá staðreynd að þessir þjóðfélagshópar eru rændir um stórar fjárhæðir á hverjum einasta degi þar sem lífeyirssparnaði þeirra stolið með ólögum þeim sem sett voru á árið 2009 eftir hrunið árið 2008 en áttu að vera tímabundin og núna er meira að segja séreignasparnaðinum stolið af þeim ef þeir voga sér að hrófla við honum.
Jóhann hefur lagt fram ítarlega fyrirspurn, bæði til félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra, um þetta mál, krafið þá skýringa á því hvort, hvernig og hvenær verði leyst úr þessu. en samkvæmt vef alþingis hefur svar enn ekki borist við fyrirspurn hans.
„Þegar heimsfaraldurinn skall á var opnað fyrir þann möguleika með sérstöku bráðabirgðaákvæði að fólk yngra en 60 ára gæti tekið út séreignarsparnað. Þetta átti ekki að hafa nein áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun samkvæmt ákvæðinu. Það var alveg á hreinu. Á þessum forsendum tóku mörg hundruð öryrkjar út séreignarsparnað í góðri trú. Fólk gerði þetta af ýmsum ástæðum,“ sagði þingmaðurinn.
„Ég talaði t.d. við konu sem hefur neitað sér um tannlæknisþjónustu í mörg ár, nauðsynlegar tannviðgerðir, en gat loksins greitt fyrir þær með því að taka út séreignarsparnaðinn sinn, eftir að stjórnvöld höfðu í raun hvatt fólk til að gera það í Covid. Hvað gerðist svo? Jú, þessar greiðslur frá Tryggingastofnun, sérstaka framfærsluuppbótin, voru samt skertar. Þetta var bjarnargreiði. 300 öryrkjar lentu í þessu í fyrra. Mörgum þeirra hefur verið neitað um leiðréttingu á þeim forsendum að vörsluaðilar sparnaðarins hafi ekki skráð úttektina í réttan reit í skattframtalið og við því sé bara ekkert að gera. Svo vísa stofnanir hver á aðra. Tölvan segir nei,“ sagði Jóhann Páll.
„Það er nú ekki algengt að öryrkjar eigi digra varasjóði og þeir sem eiga einhvern séreignarsparnað veigra sér yfirleitt við að taka hann út, enda skerðir hann sérstöku framfærsluuppbótina hjá Tryggingastofnun ríkisins um 65 prósent, sem þýðir að sá sem tekur út 400.000 kr. séreignarsparnað borgar 129.000 kr. í skatt. Það er ofan á 260.000 kr. skerðingu hjá Tryggingastofnun. Eftir standa 11.000 kr. af þessum 400.000 kr.,“ sagði Jóhann Páll.
11. þúsund stóðu eftir þegar ríkið var búið að stela 389 þúsund krónum af öryrkjanum og hvað segir það fólki um stjórnunarhætti Bjarna Ben sem fjármálaráðherra eða gjammið í Katrínu Jakobsdóttur sem hún orgaði árið 2017 um réttætið til handa þeim sem búa við lægstu kjörin en bíða enn eftir réttlætinu af hennar hendi? Réttlætinu sem hún hefur neitað þessum þjóðfélagshópum um. Réttlætinu sem hún sjálf er sek um að neita fólkinu um sem hún hafði áður lofað því.
Siðferði þessa fólks, Katrínar og Bjarna ásamt samflokksfólki þess í í ríkisstjórninni er nákvæmlega ekkert þegar það stelur af fátækasta fólkinu lífeyrissparnaði þess um hábjartan dag og skammast sín ekki einu sinni fyrir heldur reynir að réttlæta það í orðum sínum og skrifum aftur og aftur og aftur vikum, mánuðum og árum saman.
Þetta er ógeðslegt þjóðfélag…
Skoðað: 3176