Launaþjófnaður er vaxandi vandamál sem þarf að stoppa. Engin viðurlög eða sektir eru við því að stela launum fólks

Skoðað: 2299

Atvinnurekendur brjóta lög og stela af launafólki, einkum þeim sem eru veikastir fyrir eða ungt fólk og útlendingar. Þetta er sívaxandi vandamál en viðurlög engin svo atvinnurekendur geta haldið áfram að stela eins og ekkert sé. Hjalti Tómasson vinnueftirlitsmaður og Halla Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ mæta á Kaffistofuna til skrafs og ráðagerða.

Ríkisstjórnin virðist ekkert vilja gera í þessum málum eins og til dæmis með lagasetningum sem koma í veg fyrir þá skipulögðu glæpastarfsemi að stela kerfisbundið launum af vinnandi fólki og setja stórar sektir á þau fyrirtæki eða einstaklinga sem kerfisbundið ræna launum af starfsfólki sínu.

Fólk er hrætt við atvinnurekendur. Þorir ekki að segja frá. Rasismi, ógnandi atvinnurekendur, skipulögð glæpastarfsins, þrælahald, mannsal, “komdu með mér í pottinn”, dómskerfið dæmir atvinnurekendum í hag, engin viðurlög, atvinnurekendur geta haldið áfram að stela, skattsvik, aukin eftirspurn eftir ódýrasta vinnuaflinu og eftirlitsstofnanir gera lítið sem ekkert. Allt þetta og miklu meira kemur við sögu í þessum þætti Kaffistofunnar um launaþjófnað.

Í myndbandinu hér að neðan lýsir Hjalti Tómasson því mjög vel hvernig allt er reynt til að stela launum af fólki td. með himinhárri húsaleigu í húsnæði sem varla væri bjóðandi skepnum þar sem mörgum er hrúgað saman í rými sem í raun ætti bara að vera fyrir eina manneskju, allskonar gjöld og álögur sem standast enga skoðun þegar upp er staðið.

Horfið og hlustið á viðtalið hér að neðan því Hjalti sem vettvangsmaður til fjölda ára þekkir þetta allt saman.

Skoðað: 2299

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir