Íslensk fjölmiðlaþöggun í hnotskurn
Skoðað: 7195
Vilhjálmur Bjarnason, Ekki Fjárfestir, birtir á fésbókarsíðu Hagsmunasamtaka Heimilana, í gær færslu þar sem hann furðar sig á því að íslenskir fjölmiðlar skuli ekkert fjalla um þau svör sem hann fékk frá Carl Baudenbacher forseta EFTA Dómstólsins, á fundi sem haldinn var í þjóðmenningarhúsinu í gær en þar spurði hann Carl tveggja spurninga sem brunnu á honum og Hagsmunasamtökum heimilana.
Það er undarlegt þegar kemur að fjölmiðlum á íslandi, þá forðast þeir ákveðin málefni sem geta komið ákveðnum valdastéttum illa og sýnt einstaklinga og jafnvel heilu starfsstéttirnar í réttu ljósi. Ljósi spillingar og sérhagsmuna, eins og kom svo skýrt fram í gær þegar fólk fékk fréttir af því að orkubloggið væri að hætta vegna hótana frá æðstu mönnum Norðuráls og fólk ætti að kynna sér hvernig reynt er að þagga niður í einstaklingum sem hafa kjark til að segja sannleikann.
það er sagt að það séu til tvær tegundir blaða og fréttamanna í heiminum, önnur jarðar sannleikann hin grefur upp sannleikann. Hér á landi vantar aðra tegundina.
Krefjum fjölmiðla í almannaeigu um svör við því hvers vegna þeir eru ekki að standa sig fyrir almenning.
Kannski væri best að spyrja hina og líka “okkar” fjölmiðla, í leiðinni hver er eigandi fjölmiðilsins og hvaða hagsmuni hver fjölmiðill er að verja þegar þeir fjalla ekki um svo stórt mál eins og þegar æðsti dómstóll í aðildarríki í EES fer ekki eftir ráðgefandi dómi frá EFTA?
Spurningarnar til forseta EFTA-dómstólsins voru þessar:
A: Eru einhver þekkt dæmi þess að æðsti dómstóll aðildarríkis hafi dæmt þvert gegn ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins?
B: Gæti slíkur dómur sem fer gegn túlkun EFTA-dómstólsins á EES-reglum, leitt til skaðabótaskyldu viðkomandi aðildarríkis?
Og svörin frá Carl eru mjög athyglisverð því hann svarar fyrri spurningunni játandi og var þar að vísa í dóm Hæstaréttar í máli HH gegn ólöglega kynntri verðtryggingu neytendalána og teldi EFTA dómstóllinn þetta gróft brot.
Seinni spurningunni svaraði Carl einnig játandi og hvatti HH til að höfða skaðabótamál.
Stjórnarmaður HH sem fór á fundinn og bar upp þessar sspurningar sagði einnig að forseti EFTA dómstólsins hefði jafnframt sagt að stjórnvöld vissu að þau væru ekki bara að brjóta EFTA samningin með þessum gjörðum sínum. heldur væri hér á ferðinni hrein MANNRETTINDA BROT á Islenskum almenningi, það væri enginn munur á fjárhaglegum mannréttindabrotum og öðrum mannréttindabrotum.
Svo mörg voru hans orð við okkar fyrirspurn.
Forseti EFTA dómstólsins kom líka inn á þessa undarlegu stöðu með hæstarétt, að Hæstaréttarlögmenn sem hafa gengt opinberum stöðum eða starfað fyrir bankastofnanir séu svo valdir í Hæstarétt Íslands, sem á svo að fella hlutlausa dóma milli stjórnsýsu og almennings.
Okkar maður sagði að forsetinn hefði valdið miklum titringi meðal fulltrúa stjórnsýslunar á fundinum og að þeir hefðu reynt að breiða yfir svörin og það sem forsetinn sagði um Hæstarétt.
Hvar er fjórða valdið, en það kalla fréttamenn sig á tillidögum?
Hvar eru lögmenn sem vilja starfa eftir lögum en ekki lögleysunni sem hefur viðgengist hér á landi allt of lengi?Fundurinn var auglýstur þann 9. mars síðastliðin á vef lögræðingafélagsins og var öllum opinn.
Skoðað: 7195