Ummæli Bjarna Ben vekja reiði meðal almennings

Skoðað: 7403

Sjáskot af ummælum Bjarna úr Sprengisandi á Pressan.is
Sjáskot af ummælum Bjarna úr Sprengisandi á Pressan.is

Setning dagsins er: „Það er líka til fólk sem að er í fullu starfi, vaknar snemma á morgnanna og vinnur allan daginn við að hafa í sig og á og sitt fólk. Það hefur ekki meira á milli handanna en þeir sem treysta á bæturnar.“

Þetta skrifar Guðfinna Kristinsdóttir á Facebooksíðu sína núna í kvöld og deilir opið fyrir alla til að lesa og deila, enda beinir hún orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra vegna ummæla hans í Sprengisandi i morgunn þar sem hann viðhafði þessi orð í beinni útsendingu.
Og Guðfinna heldur áfram.

Öryrkjar skipta ekki máli afþví það er annað fólk sem hefur það slæmt líka.
Mikið verð ég sár, og leið að lesa svona orð frá fjármálaráðherra..
Fólk er ekki starfi sínu vaxið ef það fer að bera saman bætur og laun, og samþykkja afturvirkar launahækkarnir á alþingismenn, á meðan starfsmenn alþingis eru reknir eða minnkaður hjá þeim vinnutíminn, og öryrkjar fá engar afturvirkar bætur.
Ég er ekki á bótum, þó ég ætti líklegast að vera það, en ég hef verið á bótum, fékk 170 þúsund eftir skatt, og svo fékk ég póst í ágúst um að mér hefði verið greddur of háar bætur og þurfti að eyða næstu mánuðum á námslánum í að borga það niður, þannig námslánin sem áttu að fara í endurhæfingu, fóru í reikninga til tryggingarstofnunar.
Ég átti engan pening eftir í desember mánuði af námslánunum sem hljóðuðu upp á 659.000, fyrir 6 mánuði, og það er einn mánuður eftir, ég er núþegar með yfirdrátt frá því ég var á bótum.
Engin heilbrigð manneskja myndi leggja á sig vesenið til að fá einungis 170 þúsund útborgað, það er hreinlega grátlegt að fólk telji sig betur af komna í bótakerfinu, ég var að vinna í sumar hlutastarf í verslun, ég fékk hærri laun fyrir 50 -60 % vinnu í 4 mánuði sem endaði svo með því að ég varð óvinnufær aftur sökum verkja, ég vann í 2 ár í 10 tíma á viku með um 80- 90 þúsund útborgað, afþví ég hafði það ekki í mér að fara á bætur, en gat heldur ekki unnið meira, kæri fjármálaráðherra, þú þarft virkilega að uppfæra álit þitt á öryrkjum ef þú telur að öryrkjar vakni ekki snemma, oft eru þeir svefnlausir eftir verkjaða nótt, þú þarft að uppfæra álit þitt á öryrkjum ef þú telur að þeir vinni ekki allan daginn, þeir vinna allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, í að reyna að halda líkamlegri heilsu, og hvað þá geðheilsu við að vera verkjaður.
Þetta ástand að finna stanslaust til einhversstaðar í líkamanum er eitthvað sem ég óska engum, og þó svo að ég líti ekki út fyrir það, þá er ég óvinnufær, ég hef ekki getað mætt í lokapróf, skírnir, afmæli og fermingar sökum verkja, ég hef ekki farið niður í bæ í 2-3 ár sökum verkja, ég hef átt erfitt með og þurft að fá aðstoð við að læra sökum verkja, allskonar eðlilegir hlutir eins og að setja í þvottavél, vaska upp, glósa upp úr tíma.. þetta eru allt hlutir sem ég bjóst aldrei við að þurfa að kyngja að geta ekki gert eða gera með erfiðleikum aðeins 23 ára gömul, ég hef unnið síðan ég var 14 ára, ég var í fullri vinnu með fullum skóla alla mína skólagöngu, ég borgaði mína eigin útlandaferð, mína eigin skólagjöld, bílana 3 sem ég hef átt og bílprófið mitt sjálf, ég hef alltaf borgða minn mat og mín föt, því ég vann mér inn fyrir hlutunum og ég hef aldrei verið talin löt af þeim sem þekkja mig, og stoltið sem ég hef þurft að kyngja í gegn um árin eru ótrúlegt, og að þú skulir smána þessar tilfinningar mínar, Bjarni, með því að ýja að því að ég nenni ekki að vinna, bætir alls ekki úr mínu sjálfstrausti sem 23 ára kona sem hefur þurft að endurskipuleggja allt sitt líf út frá endalausum verkjum og baráttu við kerfið.

Skoðað: 7403

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir