Þegar Bjarni segir að það þurfi að bæta hag þeirra verst settu í þjóðfélaginu þá er ástæða fyrir fátæka að óttast
Skoðað: 1875
Aðhald í ríkisrekstri er öfulgasta vopnið gegn verðbólgu.
Þessa setningu hefur fólk heyrt áratugum saman en samt æðir hún áfram eins og enginn sé morgundagurinn en staðnaðir og heimskir stjórnmálamenn halda áfram jarminu samt sem áður í stað þess að raunverulega finna út hvað það er sem veldur verðbólgunni.
Einkaneysla fólks með ráðstöfunartekjur undir framfærsluviðmiðum, (sú reiknivél hefur ekki verið uppfærð síðan 2019 en það er efni í aðra grein) veldur ekki verðbólgu. Ekki heldur launahækkanir sem koma lágtekjufólki upp fyrir hungurmörkin og enn síður hækkun á bótum almannatrygginga sem með skerðingum og þjófnaði ríkisins veldur því að fólk lifir undir sárafátæktarmörkum í einu ríkasta landi heims.
Nei ætli það sé ekki frekar að sökin liggi hjá tíu prósentunum í efsta þrepi tekjustigans, fólksins sem borgar sér ekki laun nema kanski rétt til að sýnast en tekur fjármuni út í formi arðgreiðslna og fjármagnstekna til að sleppa við að greiða af þeim þá skattprósentu sem fátækasta fólkið þarf að greiða af sínum tekjum. Einnig greiðir þetta fólk ekkert í útsvar til sinna sveitarfélaga en nýtur þó þjónustu þeirra til fullnustu á við aðra íbúa.
Og nú segist Bjarni bófi Ben hafa áhyggjur af tekjulægstu hópunum í þjóðfélaginu.
Þegar alræmdur raðlygari og svikari við öll þau loforð sem hann hefur gefið tekjulægst hópunum í landinu siðan 2013 þá fyllast þessir hópar kvíða og hræðslu enda veit þetta fólk hvernig þær áhyggjur Bjarna virka og þetta fólk veit líka að ef það verður gripið til einhverra “aðgerða” af hálfu fjármálaráðherra íslands, þá stendur fátækasta fólkið í landinu eftir verr sett eftir þær aðgerðir en fyrir, því það sannar og staðfestir sagan okkur.
Ef einhverjar raunverluegar aðgerðir færu í gang af hálfu ráðherra þá þarf að byrja á því að hækka viðmiðunarmörk skerðinga um amk. 50 þúsund krónur á mánuði, en það mun Bjarni aldrei gera. Aldrei því það kæmi til með að bæta kjör þeirra fátækustu og það er eitur í beinum bófans.
Skoðum hvernig við hér á Skandall sjáum fyrir okkur “aðgerðir” Bjarna til að “bæta” kjör þeirra fátækustu.
Þó svo bætur almannatrygginga hækki um 10, 15 eða 20 þúsund kall brúttó þá hverfur sú upphæð 100% vegna skerðinga, enda eru þær reiknaðar á brúttótöluna og þá á eftir að hirða skattinn sem líka er lagður á brúttóupphæðina!
Þannig að þegar það er búið að hirða allt með sköttum og skerðingum þá situr viðkomandi eftir með lægri nettótekjur vegna aðgerða stjórnvalda.
Það þarf því að byrja á því að hækka viðmiðunarmörkin á skerðingunum um svona 50 þúsund væri ágætt start en við vitum að það verður aldrei gert því Bjarni á eftir að finna út svona plott eins og ég lýsi hér að ofan en koma síðan og hæla sér í bak og fyrir vegna þess hversu góður hann er við fátækasta fólkið.
Vitið þið til, annað hvort verður þetta verður leiðin eða það að Bjarni finnur einhver álíka sem virkar jafn vel til að blekkja, ljúga og stela enn meira af fátækasta fólkinu í landinu því hann mun aldrei, aldrei nokkurn tíma fara í aðgerðir ótilneyddur sem bæta kjör þeirra verst settu.
Skoðað: 1875