Sögur af spillingu
Skoðað: 2211
Öll þekkjum við sögur að spillingu, þrátt fyrir að beinar mútur til ráðamanna séu líklega ekki algengasta birtingarmyndin. Loforð um stöðuveitingar, hótanir frá yfirmönnum ef ekki er farið á svig við reglur, brottrekstur þegar staðið er upp í hárinu á þeim sem brjóta af sér, óþarfa utanlandsferðir, hagsmunatengsl og áhrif á ráðamenn, ökutækjastyrkir og ráðningar vel tengdra fram yfir hæfara fólk svo fátt eitt sé nefnt.
Nú er komið að því að opinbera sögurnar og hefur verið stofnaður viðburður um það í Iðnó þann fimmt desember næstkomandi þar sem haldin verður málfundur á vegum Pírata og lesið upp úr nafnlausum spillingarsögum.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tekur þátt í pallborðsumræðum og fjallar um uppljóstraravernd, hindranir sem uppljóstrarar þurfa að kljást við á Íslandi og þær lausnir sem liggja fyrir.
Smári McCarthy mun ræða ólíkar birtingarmyndir spillingar í alþjóðlegu samhengi.
Það er enn hægt að senda inn sögur, nafnlaust og órekjanlega til Björns með því að smella á tengilinn hérna.
Skoðað: 2211