Sjáið þið ekki veizluna?

Skoðað: 3769

Smári McCarthy. Mynd fengin af Facebook.
Smári McCarthy.
Mynd fengin af Facebook.

Það er gleggra gests augað en þess sem lifir og hrærist í haughúsi spillingar, meðvirkra og veruleikrafirrtra þingmanna sem og almennings á íslandi sem er löngu orðið samdauna þessu öllu saman.

Smári McCarthy, fyrrum frambjóðandi til þingkosninga í suðurkjördæmi er búinn að dvelja langdvölum erlendis þar sem hann fer fyrir hópi fólks að uppræta spillingu í hinum ýmsu löndum þar sem einræði eða herstjórn er við völd en líka þar sem það á að heita að sé lýðræði þó svo gífurleg spilling stjórni í raun bak við tjöldin.

Í fésbókarfærslu segir Smári að hann skilji ekki langlundargeð íslendinga gagnvart ríkisstjórnarflokkunum sem hika ekki vð að ljúga, stela og svíkja allt sem þeir lofa og spyr hvort facebooknöldur sé í alvörunni það eina sem íslendingar hafi kjark til að gera?
Orðrétt segir hann:

Sem sagt: engin ný stjórnarskrá, engar lýðræðisumbætur, engin losun á gjaldeyrishöftum; niðurskurður í heilbrigðiskerfinu, niðurskurður í menntakerfinu, niðurskurður á RÚV; einkavæðing á bönkum, einkavæðing á heilbrigðisþjónustu, einkavæðing framhaldsnáms; launahækkun hjá forsætis, launahækkun hjá ráðherrum, launahækkun til þingmanna. Lækkun skulda hjálpaði fáum, og þeim furðulítið miðað við upphæðirnar sem var ausað í þá aðgerð, LÍN er svo gott sem á kúpunni, læknar og hjúkrunarfræðingar flýja land, sem og aðrir sem eru ekki í átthagafjötrum. Ég hlýt að hafa misst af ýmsu.
Getur einhver sagt mér hvers vegna núverandi ríkisstjórn hefur ekki bæði sagt af sér og farið sjálfviljug í útlegð? Getur einhver sagt mér hvers vegna enginn hefur boðað til mótmæla, boðað til undirskriftarsöfnunar, eða er Facebook-nöldur orðið nóg*? Hvers vegna lætur fólk sig hafa svona fokking kjaftæði? Hvenær er nóg nóg?

* Facebook-nöldur er það næstbesta sem ég get gert héðan. Kær kveðja til Íslands frá Myanmar, þar sem herforingjastjórnin er á förum. Það tók lýðræðið hálfa öld að ná völdum hér. Einhver séns á betri niðurstöðu á Íslandi?

Við á Skandall.is höfum amk eina kenningu til að svara þessu hjá Smára og það er genatískur arfur íslendinga sem ræður þarna för.
Allir halda að íslendingar séu komnir af norrænum víkingum en sannleikurinn er bara að það hefur verið löngu afsannað og staðreyndirnar tala sínu máli.Íslendingar eru komnir af þrælum og hafa því aldrei geta staðið upp móti valdinu og geta ekki og munu aldrei gera það.

Íslensk alþýða hefur verið kúguð af höfðingjastéttinni öldum saman og sú kúgun sem forfeður íslendinga létu yfir sig ganga er orðin svo föst í genum íslendinga að það verður aldrei hægt að hreinsa það út.  Ekki einu sinni gena Kára gæti tekist það þó hann reyndi.

Íslendingar hafa frá upphafi byggða og jafnvel fyrir þann tíma verið þræla og munu alltaf vera það.  Þeir kanski nöldra á netinu og hafa uppi stór orð en þeir munu aldrei fyrir sitt litla líf þora að mæta í persónu til að standa á sínu og það sást best í gær þegar ÖBÍ hafði boðað til mótmæla við alþingishúsið, það mættu 20 hræður.  Ekki einu sinni eitt prósent af öryrkjum í landinu.

Skoðað: 3769

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir