Píratar brjóta upp fornaldarformið á Alþingi.
Skoðað: 2440
,,Það er vont að sitja í þingsal með mönnum sem enga iðrun hafa sýnt gagnvart þeirri kvenfyrirlitningu og níði sem þeir sýndu samstarfsfólki sínu, ásamt fjöldanum öllum af minnihlutahópum á Klaustursupptökunum svokölluðu.”
Þannig hefst færsla Söru Óskarsson á facebook þar sem hún birtir meðfylgjandi mynd af Birni Leví og Þórhildi Sunni samflokksþingmönnum sínum þar sem þau standa sitt hvoru megin við ræðupúlt Alþingis og skarta húfum hvar á stendur FO sem er skammstöfun fyrir ,,Fokk Ofbeldi”
Í pontu stendur Berþór Ólason miðflokksmaður og klausturfari og var gjörningurinn honum til heiðurs.
Sara heldur áfram og lýsir atburðarrásinni sem varð í kjölfarið en annar þingmaður Miðflokksins hneikslaðist á þessu gjörningi og Sara svaraði honum fullum hálsi.
Annar þingmaður Miðflokksins kallaði úr sæti sínu: “Smekklegt!”
Ég sneri mér að honum og sagði að við ættum nú að láta skömmina vera þar sem að hún á heima, hjá þingmanninum í ræðustól.
Hann svaraði: “Þið kunnið enga mannasiði”.
“Kunnum VIÐ enga mannasiði?” Svaraði ég honum og minnti hann á orð umrædds þingmanns á Klaustri.Gleymdi alveg að minnast á að sá, og klausturvinir hans, standa einmitt í því þessa dagana að kæra öryrkja til persónuverndar, Hæstaréttar o.s.frv
Og láta ekki þar við sitja heldur ásaka hana núna um skipulagðar njósnir í dulargervi og vilja að persónuvernd grafi upp upptökur frá dagsetningunni.
Brjóstumkennanlegt svo ekki sé meira sagt. #Fokkofbeldi#TakkBára
Skoðað: 2440