Lyfjaskortur í landinu og engin ber ábyrgð

Skoðað: 2089

“Ríkisstjórnin er með allt niður um sig og réttast væri að hún segði af sér á stundinni.  Það er lágmarkskrafa að við séum ekki að skaða fólk, fatlað fólk, börn og eldra fólk.”  Það voru lokaorð Guðmundar Inga Kristinssonar þingmanns Flokks fólksins í liðnum Störf þingsins í dag.

Þeir dauðu kvarta þó ekki.

Viðvarandi skortur hefur verið á lyfjum undanfarna mánuði og það virðist að engar upplýsingar sé að fá hvort eða hvenær lyf berast til landsins og þó þau koma tekur óratíma, allt að viku til tíu daga að tollafgreiða þau og koma þeim í dreifingu eftir þeim upplýsingum sem við hér á Skandall.is höfum fengið frá fólki sem bæði þjáist vegna lyfjaskortsins og er jafnvel í lífshættu vegna þess.

Stjórnvöld virðast ekkert geta eða vilja gera því þeir sem fara með málaflokkinn vísa hver á annan og engar lausnir virðast vera í sjónmáli.

Hér má lesa ræðu Guðmundar Inga og einnig horfa og hlusta á hana.

Virðulegur forseti. Á fundi velferðarnefndar 21. september síðastliðinn vorum við að tala um lyfjaskort. Við fengum eftirfarandi upplýsingar og þar segir orðrétt, með leyfi forseta:

„Þegar lyf eru skráð og undanþágulyf hafa aldrei verið skráð en eru samt lífsnauðsynleg er í raun enginn sem ber ábyrgð á birgðastöðu þess í landinu. Engin tilkynningarskylda. Ekkert ferli fer í gang af sjálfu sér. Ef skortur verður á þessum lyfjum er enginn formlegur farvegur og upplýsingar skila sér því ekki til Landspítalans eða sérgreinalækna á neinn formlegan hátt. Sú staða kemur upp nokkuð ítrekað að sjúklingur kemur í apótek og lyf er ekki til. Það eru fyrstu upplýsingarnar sem t.d. barnalæknir fær um stöðuna.“

Þótt Ísland sé lítill markaður koma samt sem áður upp hér sjaldgæfir sjúkdómar og margvíslegir efnaskiptasjúkdómar í börnum sem eru lífshættulegir. Í meistararitgerð frá 2022 segir að á Íslandi séu skráð 3.000 lyf, 14.000 lyf í Noregi og Svíþjóð. 864 tilfelli um lyfjaskort voru tilkynnt á síðasta ári.

Virðulegur forseti. Ég fæ símtal frá fötluðum einstaklingi sem fær ekki lyfið sitt og það er farið að skaða hann, er kominn með málstol — hvað er að? Hvernig getum við leyft okkur að börn og fatlað fólk fái ekki lyfin sín á Íslandi í dag? Við erum með fólk sem hefur ekki til hnífs og skeiðar. Við erum með mikinn fjölda fólks á biðlistum. En núna erum við komnir í nýja stöðu sem hlýtur að vera eitt það lágkúrulegasta sem við höfum lent í, að segja við fólk og börn: Þið fáið ekki lyfin ykkar vegna þess að við sofnuðum á verðinum. Það ber enginn ábyrgð. Hjá Lyfjastofnun vísar hver á annan. Ég segi fyrir mitt leyti: Ríkisstjórn sem getur ekki komið þessum hlutum í lag á að segja af sér á stundinni. Það er lágmarkskrafa að við séum ekki að skaða fólk, fatlað fólk, börn og eldra fólk.

Skoðað: 2089

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir