Lýðræðið með augum sjálfstæðiskonu og tilvonandi ráðherra
Skoðað: 3174
Á Facebook undir myllumerkinu, “segðu frá” birtir Sigga Svanborgar sláandi frásögn af því hvernig lýðræðið var fótum troðið af kennara sonar hennar til að þjónka sérhagsmunaklíku sjálfstæðisflokkskonu sem vildi að sonur hennar yrði bara tekinn fram fyrir alla aðra og útnefndur sem félagsliði í bekknum þeirra. Starf félagsliða fólst í því að vera málamiðlunarmaður og hvatningsinni að skemmtilegum leikjum og annað tilfallandi.
Brot úr fásögninni:
“….Þetta entist ekki lengi vegna þess að ein mamman sem nú er í pólitísku brölti fyrir sjálfstæðisflokkinn (og komin á þing )…..hringdi í kennarann og sagði þetta vera ósanngjarnt og heimtaði að hennar sonur fengi þennan titil….
Konan sem um ræðir er Guðrún Hafsteinsdóttir tilvonandi dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og eigandi Kjörís.
Guðrún er fædd 1970 og hefur víða komið við eftir að hún lauk sínu námi og er ágæt samantekt yfir það á vef Alþingis en þessi kona hefur oftar en ekki verið milli tannana á fólki fyrir vafasama hegðun og framkomu gagnvart starfsfólki Kjörís sem og íbúum í Hveragerði og á suðurlandi en einnig hefur hún fengið á sig mikla gagnrýni í störfum sínum fyrir SA og lífeyrissjóðina.
Þegar kemur að lýðræði og vilja almennings þá er það alltaf viðkvæði íhaldsins og þá sérstaklega viðhorf hinna siðbrengluðu sjálfstæðisflokksmanna að lýðræði sé bara fyrir pöpulinn en ekki eilítuna sem þeir sjálfir tilheyra.
Það staðfestir þessi frásögn Siggu.
Það eru á döfinni fleiri pistlar sem fjalla um lýðræðið og út á hvað lýðræðið gengur og hvernig það Á að virka en gerir ekki, sérstaklega ekki inni á þeirri stofnun sem heitir Alþingi þar sem það er traðkað í svaðið á hverjum einasta degi af ríkisstjórnarliðinu sem öllu vill ráða.
Skoðað: 3174