Kaupmáttur lægstu launa og bóta minnkar á næstu tveimur árum

Skoðað: 2213

130 milljarðar voru látnir falla á almenning í landinu.

Eldsneyti, áfengi og tóbak hækkar í verði og nýir umhverfisskattar taka gildi.  Persónuafsláttur mun lækka sem nemur 5 þúsund krónum.  Kolefnisgjald hækkar um 10 prósent, en það er lagt á innflutning á gas, díselolíu, bensín og flugvélaeldsneyti svo dæmi sé tekið.  Nýir grænir skattar verða teknir upp, í skrefum næstu tvö árin. Annars vegar skattlagning á urðun úrgangs sem á að hvetja til endurvinnslu. Er gert ráð fyrir að skatturinn nemi að meðaltali 6 þúsund krónum á fjögurra manna heimili á næsta ári.  Loks er gert ráð fyrir að krónutölugjöld hækki um 2,5 prósent. Nær sú hækkun til vörugjalda á áfengi, tóbak, eldsneyti og bifreiða- og kílómetragjalds. Jafnframt hækkar gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra og útvarpsgjald um 2,5 prósent.

Þetta ásamt því sem minnst er á í fyrri pistli gerir það að verkum að kaupmáttur þeirra sem hafa lægstu tekjurnar í þjóðfélaginu ásamt þeim sem þyggja bætur almannatrygginga mun rýrna töluvert á næstu tveimur árum.

Fjármálasnilli Bjarna Ben, 130 þúsund milljón króna afskriftakóngsins er engu lík og blekkingarleikur hans og lygar munu sýna sig í verri afkomu þeirra sem lægstar hafa tekjurnar.

 

Skoðað: 2213

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir