Katrín er Bjarni inn við beinið

Skoðað: 1765

Man einhver eftir því fyrir rúmum þremur árum síðan þegar Katrín Jakobsdóttir stóð í pontu Alþingis og sagði hin fleygu orð; “Herra forseti. Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlæti.”
Þannig byrjaði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinar fyrirspurn sína til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær og spurði Katrínu hvort hún væri sammála þeirri hegðun og framkomu sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sýndi af sér gagnvart öryrkjum og öldruðum á íslandi þar sem hann sakar tals­menn öryrkja um ábyrgð­ar­leysi og hótar því að fjölgun fólks með skerta starfs­getu verði látin bitna á þeim sem nú þegar eru á örorku­líf­eyri.

Logi spurði hvort Katrín væri ekki sam­mála eigin orðum um að stjórn­völd ættu ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir rétt­læti. „Ég spyr einnig hvort hún komi ekki með okkur í það að bretta upp ermarnar núna, draga úr skerð­ingum og tryggja að líf­eyrir almanna­trygg­inga fylgi þróun lægstu launa sam­kvæmt lífs­kjara­samn­ing­um?“

Skemmst er frá því að segja að Katrín styður Bjarna en að örðu leiti sneri hún útúr, svaraði ekki nema því sem henni henntaði og mærði sjálfa sig og ríkisstjórnina í hástert.

Dæmið sjálf með því að hlusta á spurningar Loga og svör Katrínar því þarna kemur það algjörlega í ljós að Katrín er í raun Bjarni inn við beinið.  Grjóthart íhald, nýfrjálshyggja og auðvaldsdekurdrós.

Skoðað: 1765

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir