Sigurður Ingi landbúnaðarráðherra fer með ósannindi um matarverð á Norðurlöndunum
Skoðað: 5983
Það er með ólíkindum að landbúnaðarráðherra skuli nú vera kominn í hóp þeirra ráðherra sem fara með hrein og klár ósannindi í ræðustól Alþingis og hreinlega ljúga að samþingmönnum sínum sem og landsmönnum öllum þegar hann ræðir um nýja búvörusamninginn milli ríkis og bænda eins og fréttavefur Vísis greinir frá.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði meðal annars:
Og svo er spurt; hefur þessi stuðningur verið góður? Já hann hefur verið góður. Hann hefur komið neytendum verulega til góða. Í EuroStat í desember 2015 var matarverð á Íslandi það lægsta á Norðurlöndunum. Þannig að þetta hefur gengið eftir.
Eftir að hafa þrælast í gegnum EuroStat í leit að upplýsingum sem Sigurður talar um hefur undirritaður ekki haft erindi sem erfiði en getur hins vegar bent á að hann hefur undir höndum fjölda kassakvittana frá fólki búsettu út um alla Evrópu en þó aðalega á Norðurlöndunum sem sýna og sanna að Sigurður fer ekki með rétt eða satt mál enda vita þeir íslendingar sem hafa ferðast erlendis eða búa þar og hafa búið, að verðlag á landbúnaðarafurðum er allt að helmingi til þrisvar sinnum lægra þar en hér.
Hvaða tilgangi þjónar þá svona málflutningur eins og Sigurður er uppvís að?
Er ræðustóll alþingis orðinn að einhverjum morfís ræðustól þar sem þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkana keppast við að ljúga sem mestu til að ganga í augun hver á öðrum af því þeir vita að þeir eru löngu búnir að fá rauða spjaldið hjá þjóðinni?
Það væri nær að landbúnaðarráðherra segði bara satt og rétt frá staðreyndum, að hér á landi er eitt hæsta matarverð í allri Evrópu og þó víðar væri leitað.
Skoðað: 5983