Sex daga hungurganga

Skoðað: 2496

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, munu mæta í Hungurvökuna laugardaginn 23. febrúar klukka tvö á Austurvelli og ræða stöðu þess fólks sem fær svo lág laun og svo lágan lífeyri að þann dag hafa þau stigið yfir hungurmörkin þennan mánuðinn; eiga ekkert eftir þegar þau eru búin að borga skatta, gjöld, húsaleigu og framfærslu fyrri hluta mánaðarins. Fram undan er hungurganga í sex daga fram að mánaðamótum.

Skandall.is hvetur alla öryrkja, aldraða og láglaunafólk sem hefur tök á að mæta á þennan viðburð, helst alla dagana og sýna samstöðu til knýja stjórnvöld til að láta af þeirri sveltistefnu gagnvart öldruðu og veiku fólki á íslandi sem stunduð hefur verið allt frá hruni.

 

Skoðað: 2496

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir