Blekkingar stjórnarþingmanna um hækkun lífeyris

Skoðað: 6582

Einn öflugasti talsmaður aldraðra.
Einn öflugasti talsmaður aldraðra.

Björgvin Guðmundsson,  skrifar á fésbókarsíðu sína staðreyndir um blekkingar stjórnarliða í umræðum um hækkunn bóta almannatrygginga en hann hefur verið einstaklega duglegur að blogga um málefni aldraðra á bloggsíðu sinni sem og á heimasíðu sinni.

Hægri menn á alþingi hafa nú gripið til blekkinga á alþingi til þess að réttlæta aðgerðarleysi sitt í málefnum aldraðra og öryrkja.Þeir segja,að bætur aldraðra hafi hækkað um 17,1%!.Til þess að fá út þessa tölu leggja þeir saman hækkanir á nokkrum undanförnum árum.Inni í þessari tölu er einnig hækkun sem ekki er komin til framkvæmda heldur verður fyrst innleidd næsta ár. Hvaða gagn hafa lífeyrisþegar í dag af hækkun sem kemur til framkvæmda seinna. Einhleypir aldraðir fá 190 þús. á mánuði eftir skatt. Þegar þeir hafa ekki nóg fyrir öllum útgjöldum og verða að sleppa lyfjum eða læknisheimsókn eða jafnvel matarkaupum er þeim þá einhver huggun í þvi að lífeyrir hafi hækkað 2014 eða 2013.Þetta er ekki boðlegur málflutningur.Þetta er ruglmálflutningur.Meira að segja Samtök atvinnulífsins bera það ekki á borð fyrir verkalýðsfélögin í kjaradeilum að þau hafi fengið mikla hækkun fyrir nokkrum árum og þess vegna þurfi þau ekki nýjar hækkanir.Það er engin 17,1% hækkun lífeyris inni í myndinni.Það eru 3%,sem lífeyrir hækkaði um í janúar sl Og meiri verður ekki hækkunin á þessu ári.Allt tal um annað eru blekkingar.

Björgvin Guðmundsson

3% fengu öryrkjar um síðust áramót og ekkert síðan þó svo lögbundið sé að bætur skuli fylgja launaþróun.
3% fengu öryrkjar um síðust áramót og ekkert síðan þó svo lögbundið sé að bætur skuli fylgja launaþróun.

Hver þingmaður ríkisstjórnarflokkana kemur nú í pontu alþingis og endurtekur lygar Fjármálaráðherra frá því í umræðunni í gær þar sem hann fór algjörlega með staðlausa stafi í máli sínu.  Það er kaldhæðnislegt að þeir afboðuðu fund með ÖBÍ og öldruðum fyrr í kvöld því það lágu ekki fyrir tölulegar upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu í tíma, eins og var sagt þegar fundurinn var sleginn af en samt geta stjórnarliðar farið í pontu og haldið því fram að aldrei hafi verið gert eins mikið fyrir aldraða og öryrkja og síðan þeir tóku við.
Lesa nánar um það hér.

Annað sem stingur mann all svakalega, en það er sú staðreynd að þegar rætt er um hækkannir bóta almannatrygginga, þá nefna stjórnarliðar aldrei krónutölu en vísa stöðugt í prósentur því staðreyndin er sú að þeir vita að málflutningur þeirra er ekkert annað en lygar og blekkingar sem fólk tekur ekkert mark á lengur.  Fólk veit nákvæmlega hvað koma margar krónur í budduna og prósentur blekkja engann lengur þó svo illa innrættir þingmenn geti blekkt sjálfa sig með þeim.

Þingmaður sem fær 9,3% hækkunn á sín laun, hækkar um 60 þúsund krónur á mánuði í krónum talið en aldraðir og öryrkjar sem fá sömu prósentuhækkunn, hækka aðeins um 17. þúsund krónur á mánuði, brúttó.
Svona málflutningur þingmanna er fyrir neðan allar hellur og stjórnarliðar ættu að skammast sín fyrir svona aumingjaskap.

Skoðað: 6582

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir