Húðskammar ríkisstjórnina fyrir aumingjaskap og aðgerðarleysi

Skoðað: 1363

Hin raunsanna mynd af forgangsröðun Bjarna Ben.
Mynd: Gunnar Karlsson

Það var reiður þingmaður sem kom í pontu Alþingis í gær, föstudaginn 31. mars og húðskammaði ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi og aumingjaskap í garð þess fólks sem lægstar hefur tekjurnar á íslandi í dag.

Guðmundur Ingi Kristinsson var ekkert að skafa utan af hlutunum og sagði að fjármálaáætlun væri fædd eftir frestun og mikin rembing en það hefði ekkert fæðst.  Eldri borgarar og öryrkjar verða áfram breiðu bök ríkisstjórnarinar en þeir ríku þurfalingar hennar.

Ofsatrúarríkisstjórnin, sem lifir í blindri trú á stjórnmálastefnu sína eins og hún sé einhver töfrabrögð, er hættuleg fátæku fólki. Félagslega heft ofsatrú þeirra á eigið ágæti og á þeirra útgáfu af sannleikanum um hækkanir lífeyrislauna er helber ímyndun af verstu gerð sem bitnar bara á þeim verst settu, í formi vöntunar á mat og öðrum nauðsynjum.

Enn alvarlegra mál er í gangi. Það vantar lyf og enn og aftur fær einstaklingur sem er í hjólastól ekki lyfin sín og er verið að valda honum gífurlegum skaða. Þá stórfjölgar þeim sem geta ekki leyst út lyfin sín vegna sárrar fátæktar. Það er grafalvarlegt mál.

Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin skammist sín?

Skoðað: 1363

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir