Foreldrar þurf að taka á þessu vandamáli áður en slys hlýst af
5. ágúst, 201921:42
Skoðað: 2088
Foreldravandamál eða unglingavandamál?
Svona hegðun er aldrei ásættanleg og nú þurfa foreldrar þessara barna að taka sig saman í andlitinu og fara að fræða börnin sín á þeirri hættu sem þetta skapar svona fyrir utan náttúrulega þá staðreynd að EF eitthvað kemur fyrir þá eru þessi börn algjörlega ótryggð og þau sjálf og foreldrarnir þurfa að bera allan kostnað af því ef þau slasast.
Við erum alveg á því að það vill ekkert foreldri þurfa að upplifa það að barnið þeirra endi sem grænmeti inni á stofnun það sem það á eftir ólifað.
Skandall skorar á meðlimi Tíunar standa fyrir fræðslufundum með foreldrum og unglingum til að koma í veg fyrir að krakkarnir séu að spila rússneska rúllettu með líf sitt og vina sinna.
Skoðað: 2088