Desemberuppbót öryrkjans og desemberuppót þingmannsins
Skoðað: 1166
Desemberuppbót á laun og bætur eru ætlaðar til að aðstoða fólk í jólamánuðinum til að létta sér lífið yfir jól og áramót en þar er gæðunum misskipt eins og venjulega því þeir sem lægstar hafa bætur almannatrygginga eða atvinnuleysisbætur fá lægstu upphæðina meðan þingmenn og ráðherrar graðka til sín upphæðum sem slaga hátt í, eða jafnvel yfir helminginn af örorkubótum þeirra sem fá bætur frá almannatryggingum, eða vel á annað hundrað þúsund krónur.
Á síðasta ári fengu öryrkjar greidda út sérstaka eingreiðslu, skatta og skerðingalausa upp á 53. þúsund krónur en nú hefur fjármálaráðherra lagt til á alþingi að sú upphæð verði lækkuð um tæplega helming, eða niður í 28 þúsund krónur þegar verðlag og verðbólga hefur rokið upp úr öllu valdi á síðustu mánuðum vegna vaxtahækkana seðlabankans og aðgerða ríkisstjórnarinar í efnahagsmálum.
Félagsmálaráðherra segist styðja hugmyndir formanns fjárlaganefndar Alþingis um að hækka eingreiðslur til öryrkja- og endurhæfingarlífeyrisþega í desember upp í allt að 60. þúsund krónur en það er öllum ljóst að það verður ekki gert á einni nóttu því fyrst þarf fjárlaganefnd alþingis að samþykkja að það verði gert og síðan þarf að leggja fram frumvarp þess efnis sem síðan þarf að fara í gegnum þrjár umræður á alþingi áður en, og EF það verður samþykkt þá þarf Forseti íslands að samþykkja það svo það verði að lögum og í lokin þarf að lögbirta það og þá fyrst er hægt að greiða upphæðina út.
Á síðasta ári kom greiðslan inn á reikning fólks á þorláksmessu og varla er hægt að búast við henni fyrr þetta árið nema þingmenn rífi sig upp á rassgatinu, bretti upp ermar og fari að vinna að því að koma þessu máli á dagskrá þingsins strax í næstu viku.
Það er næsta víst að Bjarni Benediktsson gráti beiskum krókódílatárum yfir því að þurfa að styðja við fátækasta fólkið í landinu svo það hafi einhverja minnstu von um að geta haldið jól þetta árið því í hans huga er það bæði sóun bruðl að eyða ríkisfjármunum í sjúka og aldraða íslendinga sem hafa varla í sig eða á, hvort heldur það er um jólin eða aðra mánuði ársins og engu líkara en hann þurfi að greiða þetta úr eigin vasa en ekki af almannafé.
Meðfylgjandi mynd segir allt sem segja þarf um hug Bjarna til öryrkja.
Skoðað: 1166