Boðað til mótmæla við Grand Hotel Reykjavík
Skoðað: 2522
BJÖRGUM NÝJU STJÓRNARSKRÁNNI OKKAR! er krafa sem gerð er til forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur en sú stjórnarskrá sem landsmenn bjuggu til í sameiningu eftir hrunið 2008 og var samþykkt í þjóðaratkvæðargreiðslu árið 2012 hefur enn ekki verið samþykkt af stjórnvöldum og ráðamenn hafa ítrekað hunsað vilja þjóðarinar til að taka hana í gagnið í stað þeirrar sem notast hefur verið við frá stofnun lýðveldisins árið 1944 og lofað var að yrði aðeins til bráðabyrgða.
Því boðar Jæja hópurinn til mótmæla við Grand Hotel Reykjavik í dag klukkan 17:00 þar sem landsfundur Vinstri Grænna er haldin til að krefjast þess sú stjórnarskrá sem fólkið í landinu setti saman verði samþykkt í þinginu og tekin í notkunn.
Katrín hefur ítrekað farið með þau ósannindi í fjölmiðlum, ræðum og riti að alþingi sé stjórnarskrárgjafinn á íslandi og því þurfi þingið að ná sem bestri samstöðu um breytingar á stjórnarskrá. Engu er líkara en Katrín neiti algjörlega að horfast í augu við þá staðreynd að það er ekki verk stjórnvalda eða alþingis að koma að smíði samfélagssáttmála milli þjóðarinar og kjörina fulltrúa.
Á meðan þingið er stjórnarskrárgjafinn í þessu landi, þá er mikilvægt að þingið nái sem bestri samstöðu um breytingar á stjórnarskrá.
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir:
Það ætlar að ganga illa að útskýra fyrir meirihlutanum á Alþingi að eitt af hlutverkum stjórnarskrár er að skilgreina það vald sem landsmenn framselja valdhöfunum. Valdhafarnir skilgreina ekki það vald. Landsmenn hafa ekki framselt Alþingi valdið til að setja landinu stjórnarskrá. Lítt dugir að skírskota sífellt til hinnar konunglegu stjórnarskrár frá 1874.
Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 þegar 2/3 kjósenda sögðu að leggja ætti tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla var sú áttunda í sögu okkar þjóðar og sú eina sem hefur verið hunsuð af valdhöfum, þá helst Sjálfstæðisflokknum.
Forsætisráðherra hefur sem formaður nefndar sem allir stjórnmálaflokkar á Alþingi eiga sæti í, sent frá sér útþynnt ákvæði um auðlindir í þjóðareign í Samráðsgáttina um nýjar tillögur til að búa til enn eitt eintak af stjórnarskrártillögum, nema núna ætlar Alþingi að koma meir að ritun stjórnarskrárinnar, eins og það sé ekkert mál!
Forsætisráðherra bregst lýðræðinu.
Forsætisráðherra á að gæta að þjóð sinni fyrst og fremst, vernda og tryggja hag hennar til lengri framtíðar og þarf að sýna þjóð sinni að svo sé. Ýmsir hagsmunir ná alltof langt inní raðir sumra alþingismanna til að leyfa þeim að koma að ritun nýrrar stjórnarskrár. Hvernig dettur reyndum stjórnmálamanni svona í hug?
Auk þess var sá alvarlegi ágalli á skoðanakönnun sem Forsætisráðuneytið kostaði að ekki var spurt um afstöðu fólks til nýju stjórnarskrárinnar og því enn og aftur látið eins og hún hreinlega væri ekki til.
Að hefja nýtt almenningssamráð um stjórnarskrá án þess að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu (um að leggja skuli nýju stjórnarskrána til grundvallar) getur því miður ekki talist lýðræðisleg aðgerð.
Það er byrjað að eyðileggja stjórnarskrárferlið sem hófst 2009 og taka upp annað ferli sem hentar Alþingi betur og þeim hagsmunum sem þar ráða. Þessu mætti helst líkja við valdarán og brot á öllum lýðræðishefðum um þrískipt stjórnvald. Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra hefur tekið afstöðu gegn vilja þjóðarinnar, gegn stjórnarskrá sem meirihluti þjóðarinnar valdi sér og gegn lýðræðislegum vinnubrögðum, þetta þekkist ekki í vestrænum samfélögum enda eftir tekið víða erlendis.
Skiltakarlarnir og Jæja mótmæla svona vinnubrögðum og ætla að mæta á Landsfund VG og vekja athygli á þessari framkomu Forsætisráðherra og ríkisstjórnar hennar við Lýðveldið Ísland.
Einnig verða sett upp skilti um borgina og dreift kynningarefni í umferðinni á föstudaginn 18/10 til að vekja athygli á þessu ráni á nýju stjórnarskránni okkar.
Skoðað: 2522