Æpandi þögn fjölmiðla um kjör öryrkja og aldraðra
Skoðað: 5378
Þegar fréttir bárust af því í gær að Kjararáð hefði hækkað laun þingmanna, ráðherra, forseta og opinberra embættismannafrá 60.000 upp í allt að 200.000 kr. hækkun á sínum mánaðarlaunum afturvirkt til fyrsta mars 2015 loguðu samfélagsmiðlar í kjölfarið þar sem fólki er gjörsamlega ofboðið enda þessar launahækkannir langt umfram þá samninga sem samið var um á almennum launamarkaði.
En um kjör öryrkja og aldraða hefur ekki komið einn stafur í fjölmiðlum.
Vihjálmur Birgisson útskýrir þetta í færslu á facebook þar sem hann segir meðal annars:
En eins og allir vita gekk mikið á þegar verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði gekk frá kjarasamningum síðastliðið vor. Að lokum náðust samningar sem gengu út á það að íslenskt verkafólk hækkaði í launum um 25.000 kr. á mánuði og samið var um svokallaða launaþróunartryggingu sem var stiglækkandi í prósentum talið sem byrjaði með þeim hætti að sá sem var með 300.000 kr. í laun fékk 7,2% og þegar launamaðurinn hafði náð 750.000 kr. á mánuði þá átti hann rétt á 3,2%. Þetta gekk semsagt út á það að allir ættu að fá í kringum 25.000 kr. launahækkun…..
…..Eins og áður sagði gleðst ég yfir því þegar fólk fær góðar kjarabætur en hinsvegar er það með öllu óþolandi þegar aðilar sem ætíð hafa haft uppi stór varnaðarorð um afleiðingar þess þegar verið er að semja um kjör handa verkafólki eru að fá langtum hærri launahækkanir heldur en verkafólk fékk. Eins og áður sagði fékk verkafólk 25.000 kr. hækkun á sínum mánaðarlaunum, en samkvæmt úrskurði kjararáðs eru þeir aðilar sem taka laun eftir kjarráði að fá krónutölu frá 60.000 upp í allt að 200.000 kr. hækkun á sínum mánaðarlaunum…..
…..Því hlýtur maður að spyrja sig, hvað segir fjármálaráðherra núna sem hélt úti þessum stóru varnaðarorðum uppi í kjölfar kjarasamninga verkafólks í ljósi þess að verkalýðshreyfingin samdi um að launafólk sem væri með tekjur yfir 750.000 kr. á mánuði eins og stór hluti þeirra sem tekur laun eftir kjararáði hefði átt að fá 3,2% launahækkun en alls ekki 9,3% eins og kjararáð ákvað?
Er tvískinnungurinn og hræsnin kannski algjör hjá þessu ágæta fólki sem ætlast til þess að lágtekjufólk lepji ávallt dauðann úr skel því það er morgunljóst að lágmarkslaun og lágmarkstaxtar á íslenskum vinnumarkaði duga á engan hátt fyrir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út.
Færslu Vilhjálms má lesa hérna.
Fjölmiðlar hafa farið mikinn við að birta fréttir af þessum hækkunum og borið saman launakjör þessa hóps nokkur ár aftur í tíman og hvað kjörnir fulltrúar hafa haft um það að segja en á sama tíma og þeir keppast við það, þá dettur þeim ekki til hugar að skoða kjör þeirra sem lægstar hafa tekjurnar í þessu þjóðfélagi og hvernig þeir hafa endalaust verið sviknir af stjórnvöldum og ráðherrum, ráðaneytum og þingmönnum almennt síðustu árin. Ekki bara í tíð núverandi stjórnar heldur líka þeirrar síðustu og þar síðustu en einnig þeirra sem voru við völd síðustu áratugina.
LESA EINNIG: Svelta öryrkja og aldraða meðan ráðamenn fá feitann tékka níu mánuði aftur í tíman
Fjölmiðlar hafa ákveðnum skyldum að gegna vilji þeir láta sjást að þeir eru trúverðugir en það gera þeir ekki með þöggun á slíku réttlætismáli sem staða öryrkja og aldraðra er í þessu þjóðfélgi og því þarf að breyta. Það þarf að hrista upp í því fólki sem starfar á þessum fjölmiðlum því það verður að átta sig á einni staðreynd sem er sú, að einn daginn lenda þeir örugglega í hópi aldraðra og þurfa því að sætta sig við að lifa af á þeim kjörum sem þá verða í boði.
Þeir verða líka að sætta sig við þá staðreynd að þeir gætu misst heilsuna einn daginn á besta aldri og þurft að lifa af á örorkubótum ævina til enda og eins og staðan er í dag þá ætti þetta fólk og allt fólk í landinu að staldra aðeins við og hugsa um hvort það treysti sér til að lifa af á minna en 200 þúsund krónum á mánuði útborgað.
Ef það fer ekki að verða breyting á fréttaflutningi fjölmiðla um málefni aldraðra og öryrkja í þessu landi þá getur maður ekki annað en ætlað en að þeir þaggi þessi málefni niður af ótta við ráðherra, þingmen eða einhverja aðra aðila í stjórnkerfinu sem vilja ekki að þessi málefni séu höfð í hámæli enda vita þeir sem landinu stjórna upp á sig skömmina og sökina í broti á mannréttindum, lögum og relgum varðandi almannatrygginar svo ekki sé talað um brot á 76. grein stjórnarskrárinar.
Þjónkun fjölmiðla við valdið er engum til góðs, síst þeim sjálfum og sést það best á því hvernig Morgunblaðið, málgagn útvegsmafíunar og Sjálfstæðisflokksins, hefur misst allann trúverðugleika og traust almennings í landinu eftir að valdasjúkur geðsjúklingur settist þar í stól ritstjóra.
Flölmiðlar sem vilja láta taka sig trúverðuga en ekki láta setja sig flokk með Mogganum og Binga mafíunni þurfa að taka sig á fara að flytja fréttir og upplýsingar af því hvernig raunveruleg staða öryrkja og aldraðra er en ekki lepja upp lygarnar úr ráðherraruslinu sem lýgur gengdarlaust í fjölmiðlum án þess að kunna að skammast sín.
Fjölmiðlafólk þarf að fara að vinna sína vinnu, finna réttar upplýsingar og reka ofan í þessa síljúgandi ráðamenn sem hafa hvorki siðferði né heiðarleika til að segja almenningi satt og rétt frá hvernig raunveruleg staða þessara hópa er.
Skoðað: 5378