VILTU AÐ LJÓSMÓÐIRIN KOMI OG TAKI ÞIG?
Skoðað: 2366
Gunnar Smári Egilsson skrifar alveg kostulega færslu á Fésbókina í dag, svona ímyndað samtal milli Bjarna Ben og Katrínar Jakobsdóttur vegna kjaradeilu ljósmæðra.
Katrín: Bjarni, ég er alveg að gefast upp. Fólkið mitt er alveg brjálað út af ljósmæðrunum.
Bjarni: Nú? Er það ekki ánægt að það sé sósíalisti og femínisti í forsætisráðuneytinu.
Katrín: Jú, þau eru voða ánægð með það. Það er náttúrlega mikill sigur.
Bjarni: Hvert er þá vandamálið?
Katrín: Ja, að við séum ekki búin að semja við ljósmæður. Verðum við ekki að gera það?
Bjarni: Og láta þær éta upp afganginn af ríkissjóði? Nei, við getum ekki látið það viðgangast. Ég skal afhjúpa þessar konur sem hafa algjörlega misst sig í græðgi og kröfuhörku. Ég skal sýna fólki að það eru ljósmæðurnar sem eru vondi karlinn í þessari deilu.
Katrín. Já, það væri gott. Ég kann ekki við að vera vondi karlinn. Ég vil vera góð.
Bjarni: Treystu mér, þegar ég verð búinn að ljúka mér af mun fólk fyrirlíta ljósmæður og elska okkur. Fólk mun hræða börnin sín með því að segja: viltu að ljósmóðirin komi og taki þig?
Katrín: Æ, takk Bjarni. Láttu þær hafa það. Þær eru að skemma allt. Akkúrat þegar við ættum að vera svo glöð yfir að það er sósíalisti og femínisti í forsætisráðuneytinu.
Gallinn við allt sama er þó, að öllu gamni fylgir einhver alvara og þetta er samtal sem gæti alveg átt sér stað í raunveruleikanum.
Skoðað: 2366