Útlendingahatarinn í Félagsmálaráðaneytinu
Skoðað: 3619
Það hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar um siðferði einstaklings, heiðarleika hans og vilja að fara að lögum, sem stýrir heilu ráðaneyti þegar hann stígur fram og opinberar fyrir þjóðinni að hann er algjörlega siðblindur, hatar útlendinga og ætlast til þess að ráðuneytið sem hann stýrir brjóti á einstaklingum sem ráðuneytið á að þjónusta.
Gissur var ráðin til félagsmálaráðuneytisins 1. janúar 2019 þegar ráðaneytinu var skipt upp í félagsmálaráðuneytið úr velferðarráðaneytinuog fer félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar, með yfirstjórn ráðuneytisins og ber ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Verkefni félagsmálaráðuneytisins varða félags- og fjölskyldumál, lífeyristryggingar, almannatryggingar, húsnæðismál, vinnumál, mannvirki og undir ráðuneytið heyrir úrskurðarnefnd velferðarmála.
Ráðunteytisstjóri í Félagsmálaráðuneytinu heitir Gissur Pétursson hefur verið forstjóri Vinnumálastofnunar frá því að stofnunin var sett á fót árið 1997 en áður veitti hann um skeið forstöðu skrifstofu vinnumála í félagsmálaráðuneytinu og árin 1986 – 1996 starfaði hann sem sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu.
Gissur er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og BA-gráðu í stjórnmálafræði.Meðal verkefna Gissurar sem ráðuneytisstjóra verður að greina helstu sóknarfæri og huga að því hvernig skipulagi nýs ráðuneytis verði best hagað í þágu verkefnanna sem undir það heyra.
Þann annan nóvember síðastliðin skrifar Sabine Leskopf skrifar opið bréf til félags- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar þar sem hún fer hörðum orðum um framgöngu Gissurar í Þjóðarspegli sem haldin var í Háskóla Íslands nokkru áður en Ásmundur var forfallaður og gat ekki mætt og því mætti ráðuneytisstjóri fyrir hans hönd.
Óhætt er að segja að þar hafi Gissur opinberað á allan hátt að hann er gjörsamlega óhæfur til að stýra því ráðuneyti sem hann var settur yfir því upp úr allri hans orðræðu stendur að hann er fordómafullur mannhatari sem er engan vegin starfi sínu vaxin.
Skoðum nokkur svör sem hann gaf við spurningum sem hann fékk og eru algjörlega á skjön við þá stefnumótun og framkvæmdaáætlun varðandi innflytjendur á vinnumarkaði á íslandi.
Hér má sjá hvernig Gissur svaraði.
Á þessum fundi lét Gissur falla ummæli um innflytjendur á vinnumarkaði sem ég set hér í samhengi við Framkvæmdaáætlunina, til dæmis um að það sé mikill kostur að á Íslandi sé svo einfalt að losa sig við fólk [af erlendum uppruna] um leið og samdráttur byrjar.
Eitt af aðalmarkmiðum Framkvæmdaáætlunarinnar er hins vegar þetta:
„Staða innflytjenda á vinnumarkaði verði styrkt og tryggt að þeir njóti jafnra tækifæra á við aðra.“
Gissur sagði ennfremur að fólk verði bara sjálft að finna upplýsingar og taka ábyrgð á að skapa sér aðstæður sem það vill vera í. Hver sé nú sinnar gæfu smiður. Þetta tel ég vera í andstöðu við aðgerð B3 í Framkvæmdaáætluninni sem kveður á um að styrkja upplýsingagjöf til innflytjenda eins og hér segir:
„Upplýsingagjöf til innflytjenda fyrst eftir komu til Íslands.
Markmið: Að auðvelda aðgengi innflytjenda að upplýsingum fyrst eftir komuna til Íslands.“
Gissur sagði einnig að það þýddi ekkert að setja fé í íslenskukennsluna því það væru innflytjendur sjálfir sem legðu sig ekki fram við að læra tungumálið.
Í Framkvæmdaáætluninni segir hins vegar:
„Aðgerð C.4: Íslenskukennslu fyrir fullorðna.
Markmið: Að efla gæði og framboð íslenskukennslu fyrir innflytjendur þannig að íslenska nýtist einstaklingum til virkrar þátttöku í samfélaginu.“
Áður en vinna að nýrri framkvæmdaáætlun fer af stað af fullum krafti núna, verð ég þess vegna að spyrja þig, hvort þú deilir þessari sýn ráðuneytisstjórans þíns eða hvort þú hyggst styðja okkur í því að vinna að stefnumótun með því markmiði að búa hér til samfélag þar sem allir fái að njóta sín til fulls. Eða eigum við að sleppa því, eins og Gissur lagði eiginlega til því „hver sé nú sinnar gæfu smiður.“
Bréf Sabine má lesa hér í heild sinni.
Nú verður fróðlegt að sjá hvort félagsmálaráðherra svari þessu bréfi og hvaða hátt.
Því miður verður þó að upplýsa lesendur um að Ásmundur Einar Daðason mun eflaust láta það ógert að svara því sennilega er það neðan hans virðingar að svara ótýndum almúgaræflinum á íslandi sem hann telur sig langt yfir hafin að virðingu og völdum.
Skoðað: 3619