Tryggingastofnun ber ábyrgð á mörgum sjálfsvígum lífeyrisþega

Skoðað: 10053

Sjáfsvíg í Hátúni.

Þetta eru harðar ásakanir en því miður algjörlega sannar því Tryggingastofnun Ríkisins viðrist leika sér að því, hafi þeir möguleika á því, að halda öryrkjum og öldruðum, tekjulausum í vikur og jafnvel mánuði, með seinagangi og töfum í afgreiðslu á endurmati á örorku.  Við höfum það staðfest hvað eftir annað að fólk sem þarf að bíða tekjulaust svo lengi getur að sjálfsögðu ekki framfleytt sér og sínum og sveitarfélögin eru því miður ekkert að hjálpa til, regluverkið virkar þannig að sé annar aðili á heimilinu með tekjur, þá á öryrkinn engan rétt á hjálp.

Sjá einnig: Hver er ábyrgð lækna að senda ekki inn vottorð til TR sem verður til þess að öryrkjar missa bæturnar í allt að sex vikur?

DV hefur undanfarna daga fjallað aðeins um sjálfsmorðin í Hátúnsblokkunum eftir að rúmlega fimmtugur karlmaður framdi sjálfsvíg þar með því að kasta sér fram af þaki einnar blokkarinnar.  Lýsingarnar eru svo sannarlega ekki fallegar en það er nauðsynlegt að almenningur fái innsýn í þann hrylling sem er í gangi á íslandi þar sem fólki með kerfisbundnum hætti af stjórnvöldum og Tryggingastofnun, ýtt út af sjálfsmorðsbrúninni því það sér enga aðra leið út úr fátæktinni sem þingmenn, ráðherrar og sú stofnun sem á að hjálpa þessu fólki en að fyrirfara sér.

Ábyrgðin sem stjórnmálamenn allra flokka á alþlngi, ráðherrar, aðstoðarmenn þeirra og þá sérstaklega velferðar, heilbrigðis og fjármálaráðherrar bera er stór.  Það eru nefnilega þeir sem ákveða það hverjir lifa og hverjir deyja þegar þeir taka ákvarðanir um lagasetningar sem snúa að þessum þjóðfélagshópum og stofnunina sem síðan fremur þann verknað að fara eftir þeim lagabókstöfum sem þeim er settur.  En Ábyrgðin er einni stór hjá Tryggingastofnun því flöskuhálsarnir sem veikt fólk þarf að fara í gegnum eru oftar en ekki stíflaðir og fólk kemst því ekki í gegnum þá, situr síðan vikum og mánuðum saman tekjulaust og allslaust og getur ekkert gert nema bíða vegna geðþóttaákvarðana stjórnenda og starfsmanna þeirrar stofnunar.
Sú bið endar því miður oftar en ekki með sjáfsvígi.

Hér að neðan er ein af ljótari sögum af öryrkja sem er búin að vera tekjulaus núna í tvo mánuði og gæti jafnvel orðið það þriðja mánuðinn ef starfsmenn Tryggingastofnunar fara ekki að hysja upp um sig brækurnar og hætta þessum aumingja og níðingsskap á öryrkjum sem hefur fengið að viðgangast allt, allt of lengi í boði stjórnvalda en ekki síður fyrir aumingjaskapinn í Öryrkjabandalaginu sem er allt of þungt og svifaseint í öllu sem það tekur sér fyrir hendur.

Úff, ég var að hringja í Tryggingastofnun Ríkisins til að athuga stöðuna á málinu mínu (Endurmati á Örorku) og hversu lengi ég ætti von á að vera tekjulaus áfram…

Þannig standa mál með vexti. Eins og mörg ykkar vita er örorka á Íslandi einungis gefin út til hámark 5 ára. Sem þýðir að þrátt fyrir að greiningar liggi fyrir og læknismat um að viðkomandi eigi ekki von á breytingum eða bata og þrátt fyrir að viðkomandi sé fæddur fjölfatlaður eða alla útlimi vanti á viðkomandi, dettur örorkan út eftir þennan tíma og viðkomandi þarf að sækja um endurmat. Eftir þessi 3-5 ár fær viðkomandi eitt bréf (ekki sent með ábyrgðarpósti) frá Tryggingastofnun 3 mánuðum áður en matið fellur niður. Þá þarf viðkomandi að bregðast við og Tr áfríjar sér allri eftirfylgni. Sjúklingur þarf þá að fara til læknis, borga fyrir læknisvottorð, skila umsókn og sækja um í lífeyrissjóð (þrátt fyrir að vitað sé að viðkomandi eigi engann rétt). Tryggingastofnun gefur sér svo 4-6 vikur að vinna umsóknina.

Að mínu tilfelli, ég fékk bréf dagsett 23.desember. Í bréfinu stendur að athafnist ég ekkert í málinu muni bæturnar falla niður 31.03.2017. Ég fer til læknis milli jóla og nýjárs og sýni honum bréfið, bið um að hann sendi vottorð. Hann gleymdi að senda vottorðið og bæturnar féllu niður 31.03. Ég hef strax samband við lækninn sem setur mig framfyrir og sendir vottorðið samdægus. Ég tala svo við starfsmann Tryggingastofnun 4 virkum dögum seinna sem segir mér að vottorðið sé ný mótekið, þrátt fyrir að hafa komið í hús 4 dögum fyrr. Þá fæ ég þá útskýringu að starfsmaður þarf að opna og lesa bréfið, merkja það móttekið og svo fari það í vinnslu.

Þá er mér spurn. Ef starfsmaður hefur þegar opnað bréfið og séð að ástandið er óbreytt, einstaklingur notist dags daglega við hjólastól og hafi taugaverki, máttleysi niður allan hægri fót og sé með króníska verki, ástandið muni líklega ekki breytast næstu árin. Af hverju getur viðkomandi starfsmaður ekki bent á að þetta tilfelli sé endurmat, staðan sé sú sama, viðkomandi bundin hjálpartækjum. Málið unnið og afgreitt…?

En starfsmaður Tr sem ég ræddi við segir mér að ég þurfi að bíða þessar 4-6 vikur meðan umsóknin er unninn. Öll gögn séu komin og ég geti ekkert gert til að flýta ferlinu. Ég spyr hvort ég eigi að fylla út umsókn en starfsmaðurinn segir að þess ætti ekki að þurfa þar sem þetta sé endurmat ekki fyrsta mat. Ég verð bara að bíða eins og allir hinir tekjulaus í 4-6 vikur.

Ég gat ekki bara setið og beðið aðgerðarlaus og hringi því aftur sirka 2 vikum seinna. Þá segir mér annar starfsmaður að það sé ekkert mál í gangi, ekkert í vinnslu. Ég trúi ekki mínum eigin eyrum og spyr hana hvernig standi á því. Þá vantaði þessa UMSÓKN. Þá þarf ég að koma niður í Tr eða fara til sýslumanns í mínu bæjarfélagi og fylla út umsókn. Ég fer samdægus til Sýslumanns og fylli út umsóknina. Spyr hvort það sé nú örugglega ekkert sem stæði í vegi fyrir að ég fái bæturnar sem ég á rétt á. Ég segi þeim meirað segja að ég sé tekjulaus og verði að geta tekið út lyfin mín og lifað, ég eigi barn og ég þurfi að framfleyta því. Ég hef síðan þá hringt reglulega til að athuga og reka á eftir málinu. Ég hef fengið þau svör að öll gögn séu mótekin og í höndum Tryggingalækna TR. Eina sem ég geti gert sé að bíða í 4-6 vikur eftir að ég fyllti þetta út hjá sýsla.

Nú hringdi ég enn og aftur í dag, 15 maí og tala við starfsmann Tryggingastofnunar… Hún segir mér að málið sé í vinnslu, tryggingalæknir hafi fengið málið í hendurnar 10. maí!!! Ég spyr hvernig í ósköpunum standi á því. Allir starfsmenn hafi hingað til sagt að tryggingalæknir hafi þegar verið með öll gögn og málið mitt í vinnslu. Hún útskýrir fyrir mér að Sýslumaðurinn í Borgarnesi hafi einfaldlega EKKI sent umsóknina til þeirra strax! En hvernig stendur á því að starfmaður á eftir starfsmanni segir mér að öll gögn séu komin og málið í vinnslu? Þá segir hún mér að það standi í tölvunni hjá þeim að öll gögn liggi fyrir því að þau eru skráð inni hjá Sýslumanni í Borgarnesi þó svo að þau hafi ekki fengið það í hús fyrr en löngu seinna! Nú þarf ég að bíða í 2-4 vikur á meðan þeir vinna umsóknina, ég fæ víst þessa svaka flýtimeðferð… 2-4 vikur í viðbót… Ég hef verið tekjulaus frá 31.03 og þeir vita það mætavel. Tr hefur öll gögn síðustu árin um mig og mína læknasögu, innlagnir, lyfjagjafir, öll blessuðu vottorðin sem ég er löngu búin að missa tölu á. Þeir hafa allt sem þeir þurfa í sinni umsjá en láta sjúklinga ganga þrautagöngu og skilja þá eftir tekjulausa í vikur eða mánuði. Við þurfum ennþá að kaupa lyf, borga þak yfir höfuðið, gefa börnum okkar mat og annað! Velferðarkerfi Íslendinga er gjörsamlega að bregðast sjúklingum á svo margan hátt.
Það er enginn aðstoð, stuðningur eða hjálp sem einstaklingar í þessari stöðu getað leitað til.

Heilbrigðis- og Velferðar kerfið er brotið!!!

Smá dæmi í lokin. Eitt lyf sem ég ætti að vera að taka, taugalyf sem róar krampama kostar fyrir mig 30.000 kr. skammturinn, því það flokkast ekki með þeim lyfjum sem eru niðurgreidd… Sama lyf er að kostnaðarlausu sjúklinga í t.d. Svíþjóð, því það flokkast sem nauðsynleg lyf!

Ég er með upptökur af öllum símtölunum við Tryggingastofnun!

Öryrkjabandalagið verður að taka sig á í þessum málum.

Þetta er ekki versta sagan sem við höfum fengið inn á borð til okkar og langt í frá sú síðasta en hún lýsir kanski best hvernig vinnubrögðin eru þegar kemur að þessari stofnun sem á að vera lífsakkeri fyrir veikt fólk.  Það er ekki að undra að sjáfsvígum meðal öryrkja hafi fjölgað síðustu árin og á enn eftir að fjölga ef ekki verður brugðist við af þingmönnum og ráðherrum þessarar þjóðar.  Fólkinu sem var kosið á þing til að starfa fyrir almenning og á að hafa almannahagsmuni að leiðarljósi en hafa því miður snúið öllu á hvolf og kúga þjóðfélagsþegnana sem verst eru settir með allskonar skerðingum á tekjum þeirra, stela af þeim lífeyrinum og skattleggja þá langt fram yfir aðra þjóðfélagshópa.  ýta þeim svo út í sjálfsvíg með því að hafa bæturnar nógu andskoti lágar þannig að fólk geti ekki lifa af á þeim.

Já það er staðreynd að þingmenn og ráðamenn þessarar þjóðar bera mikla ábyrgð, ekki síst núverandi ríkisstjórn en þó sínu meiri sú síðasta. Á sama tíma og þingmenn og ráðherrar hafa fengið tugi og hundruð þúsunda í launahækkannir, hafa þessir sömu aðilar, (sem eiga að starfa í þágu almennings í landinu) neitað að hækka bætur almannatrygginga þannig að fólk sem hefur engar aðrar tekjur komist af á þeim.
Nú er svo komið að ráðstöfunartekjur aldraðra og öryrkja duga ekki lengur fyrir útgjöldum þeirra.

Þessir hópar eru farnir að flýja land og setjast að í löndum þar sem þeir geta lifað af á þessum lúsarbótum sem ríkið skammtar þessum hópum.
Það er skömm að því hvernig komið er fram við þessa tekjulægstu hópa þjóðfélagsins og það að fólkið í landinu skuli kóa með stjórnvöldum í því að kúga niðurlægja og ræna öryrkja og aldraða.

Þú lesandi góður.  Prófa þú að setja þig í þessa stöðu að fá engar tekjur í mánuð eða tvo af því launagreiðandi þinn tekur einhverja geðþóttarákvörðun að nú sért þú búinn að vinna hjá honum í eitt ár og það þurfi að endurskoða samninginn þinn.  Þú þarft að endurnýja hann og þú þarft að hlaupa út um allann bæ og fá vottuð skjöl frá fyrri vinnuveitendum þínum og skila inn til starfsmannastjóra þíns fyrirtækis.

Gott og vel.  Þú ferð af stað og það gengur svona og svona að fá þetta og það tekur sinn tíma en þú nærð þessu fyrir þann frest sem þér var gefin og skila þessu inn en starfsmannastjórinn lúrir á gögnunum í tvær vikur, hann fór nefnilega í viku frí og síðan þurfti að vinna upp öll verkefnin sem hrúguðust upp í fríinu.

Þú skilur svo ekkert í því að næstu mánaðarmót færð þú engin laun og ferð að grenslast fyrir um hverju það sæti, þú þarft jú að borga reikninga og eitthvað þarftu að éta, svona eins og gengur og gerist.  Svörin sem þú færð þá eru þau að ekki sé búið að vinna úr gögnunum sem þú skilaðir inn og þú sért því samningslaus og þar af leiðandi launalaus þangað til búið er að samþykkja gögnin og gera nýjan samning.  Það geti tekið fjórar til sex vikur.

Mundir þú sætta þig við það?

Af hverju eiga þá öryrkjar að þurfa að sætta sig við það?

Skoðað: 10053

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir