Því svo hataði ríkisstjórnin öryrkja að þeir skuli svelta til bana
Skoðað: 3028
Að gefnu tilefni er fyrirsögnin hér á þessum pistli útúrsnúningur úr einni ritningu biblíu kristinna manna. Ástæðan er það gengdarlausa hatur og ofsóknir sem öryrkjar og aldraðir verða fyrir af hendi ríkisstjórnar íslands undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar ásamt öllum þingmönnum þeirra flokka sem þessi þrenning fer fyrir.
Í stöðufærslu sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata birti á fésbókarsíðu sinni fór hann yfir desemberuppbót þá er þingmenn fá árlega ásamt því að birta skjáskot af launaseðli sínum fyrir árið 2019 og þar sér fólk þetta hatur stjórnvalda á ofantöldum hópum svo miklu skýrar og greinilegar en annars væri hægt, þökk sé upplýsingagleði Björns því á því sést að þingmenn fá 181.887 krónur í desemberuppbót að þessu sinni.
Uppbótin var ákvörðuð af Kjararáði.
Á sama tíma og þingmenn fá tæplega 200 þúsund er almenningur að fá jólabónus á bilinu 50 til 80 þúsund.
Færslan hefur vakið mikla athygli og bendir einn netverja, Kristinn Magnússon, á að hann fái rúmar tvö hundruð þúsund krónur fá tryggingastofnun á mánuði í örorkubætur eða því sem nemur rúmum tveimur og hálfri milljón króna á ári. Tekur alþingismann um tvo mánuði að vinna sér inn fyrir þeim launum.
Þá var greint frá því í gær að Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráherra, setti á dögunum reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda í ár. Þar segir að óskert desemberuppbót verði 83.916 krónur árið 2019.
Það sem þó vekur talsverða athygli lesenda og þess sem þetta skrifar er sú einfalda staðreynd að enginn, ekki einn einasti fjölmiðlill sér sér fært að taka fram þá staðreynd að desemberuppbót öryrkja og aldraðra er helmingi lægri en sú sem atvinnuleitendur fá eða á bilinu 20 til 40 þúsund og megi þeir hafa skömm fyrir það.
En svo hatað stjórnvöld öryrkja og aldraða að þeir, þrátt fyrir að vera langt undir viðmiðunarmörkum um tekjur til að komast af, þá skal þeim líka refsað með skertum jólabónus sem síðan er skattaður og skerðir að auki aðrar bætur sem þessir hópar fá.
Mannvonskan er takmarkalaus hjá stjórnvöldum.
Hér að neðan er færsla Björns og með því að smella á hana má skoða þær athugasemdir sem komið hafa við hana.
Skoðað: 3028