Þú sem varst þarna og komst ekki til hjálpar, skammastu þín.
Skoðað: 22813
“Ég verð ekki oft reið en nú ólgar inn í mér, hvernig stendur á að enginn vegfarandi stoppar þegar ung kona liggur á gangstéttinni í snjónum með grátandi smábarn hjá sér í amk 10 mínútur?” Segir kona í stöðufærslu á Facebook rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld, en þar lýsir hún því hvernig ung kona sem var að sækja barn sitt í leikskóla í Grafarvogi í dag, féll í götuna í flogakasti. Í tíu mínútur lá hún þarna og barnið hennar grátandi við hlið hennar en ekki einum einasta af þeim sem þarna átti leið um kom henni eða barninu til hjálpar.
Hér er stöðufærslan í heild sinni ásamt nokkrum umsögnum sem koma í kjölfarið:
Ég verð ekki oft reið en nú ólgar inn í mér, hvernig stendur á að enginn vegfarandi stoppar þegar ung kona liggur á gangstéttinni í snjónum með grátandi smábarn hjá sér í amk 10 mínútur. Þetta er fremur róleg gata en akkúrat tíminn sem fólk er að sækja börnin sín á leikskólann sem þær voru að koma frá, þar af leiðandi töluverð umferð og engin hraðakstursgata svo enginn hefði setti sig í hættu við að stoppa. Og þvílík mildi að barnið fór ekki út á götuna þegar mamma ekki svaraði kalli. Ég bara skil ekki þetta samfélag okkar.
…meðan kastið stendur yfir veit hún ekkert hvað gerist og er lengi að ná að tjá sig þegar hún rankar við sér.
…það stoppaði engin, og þegar hún var að ranka við sér gekk ung stúlka framhjá sem býr beint á móti henni og hún tók bara sveig yfir götuna.
…Oj barasta!
Svona er þjóðfélagið okkar orðið. Skammarlegt.
Í blöðin með þetta, án gríns.…þetta þjóðfélag okkar er orðið sjúkt, svo sjúkt að það er ekkert mannlegt til í dag.
…Það er því miður búið að ala upp í fólki að skipta sér ekki af. Við byrjum á að gera börnin hrædd við ókunnuga og svo fram eftir götunum þar til hver hugsar bara um sinn rass.
…Ég verð svo fjúkandi reið og pirruð þegar ég sé að svona geti virkilega átt sér stað. Að fólk geti ekki einu sinni farið og ath með konuna, sjáandi að barn er með henni sem ekki nær sambandi við móður sína.. Já brúnirnar eru verulega þungar á mér núna !. Það er gott að vita að þetta fór betur en á horfðist.
Það er ömurlegt fólk sem byggir þjóðfélag sem kemur ekki öðrum til hjálpar þegar svona stendur á.
Skandall vonar svo sannarlega að þeir sem þarna voru á ferðinni, sáu þetta og tóku á sig krók til að þurfa ekki að hjálpa konunni og barninu, skammist sín rækilega og taki hegðun sína til endurskoðunar því mikið af þessu sama fólki er það sem hneykslast hvað mest á nákvæmlega sömu hegðun og það sjálft sýndi.
Ætli það sé ekki stolt af sjálfu sér núna?
Skoðað: 22813