Þingmenn og ráðherrar á tíföldum ellilaunum almennings.
Skoðað: 5392
Það er geðslegt að horfa upp á það á sama tíma og öryrkjum og ellilífeyrisþegum er neitað um lögbundnar hækkannir á þeim smánarbótum sem þeim eru skammtaðar í dag, skuli fyrrum þingmenn og ráðherrar fá sem svarar tífaldri þeirri upphæð á mánuði í eftirlaun eftir þingsetu.
Frá þessu greinir Kjarninn:
Á árinu 2013 fengu 218 þingmenn eða varaþingmenn og 49 ráðherrar greitt samkvæmt hinum umdeildu lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara, sem samþykkt voru árið 2003 og tryggðu þessum hópi mun betri eftirlaunaréttindi en flestum öðrum í íslensku samfélagi. Samtals námu greiðslur til þessa hóps 479,1 milljón króna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) við fyrirspurn Kjarnans um málið.
Í svari LSR kemur fram að sjóðurinn greiddi alls 368,7 milljónir króna vegna eftirlauna fyrrum þingmanna og varaþingmanna árið 2013. Meðalgreiðsla til hvers fyrrum þingmanns eða varaþingmanns var tæplega 1,7 milljónir króna. Vert er að taka fram að þiggjendurnir 218 hafa unnið sér inn mismunandi mikil réttindi og því skiptast greiðslurnar mjög mismunandi á milli þeirra.
Á sama tíma mega lífeyrisþegar á almenna markaðinum sætta sig við að fá minna en 200. þúsund á mánuði og eru þar að auki látnir sæta skerðingum og hreinum og klárum þjófnaði á lífeyri sínum af hendi ríkisins.
Svo maður tali nú ekki um margfalda skattlagninguna sem þeir sæta.
Nú veit maður hvert sá þjófnaður fer í raun og veru.
Skoðað: 5392