Þegar heimskan á sér engin takmörk
Skoðað: 3143
Fjórir þingmenn Miðflokssins á Alþingi ásamt tveimur þingmönnum Flokks Fólksins urðu uppvísir að því þann 20. nóvember síðastliðin að stinga af úr vinnunni meðan önnur umræða um fjárlög fór fram í þingsal til að setjast að sumbli á nærliggjandi krá og brutu þar með þingskaparlög Alþingis því það er mætingarskylda þegar umræður fara fram í þingsal og þarf því sérstakt leyfir frá Forseta Alþingis til að yfirgefa þinghúsið.
Þetta er fyrsta lögbrot þessara einstaklinga.
Annað brotið, víndrykkja í vinnutíma er líka lögbrot en líka brot á siðareglum Alþingis sem allir þessir þingmenn hafa skrifað undir að virða og eru viðurlög við brot á þeim.
Þriðja, síðasta og alvarlegast er þó að þegar þessir þingmenn sátu við drykkju viðhöfðu þeir ýmis ummæli um samþingmenn sína, konur og ýmsa minnihlutahópa og nafngreinda einstaklinga sem geta ekki flokkast undir neitt annað en persónuníð, almennan dónaskap og hatursorðræðu.
Sleppum þessum tveim FF mönnum, þeim Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni enda snýst það sem er í gangi núna ekki um þá tvo heldur eingöngu þau Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann, Gunnar Braga Sveinsson þingflokksformaður, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur.
Hvað eftir annað hefur formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð gert sig að fífli eftir að málið komst upp og hljóðritanir birtar með því að koma með svo fáránlegar afsakanir og útúrsnúninga á því sem sagt var og fram kom í upptökunum, td. þegar gert var grín að Freyju, hún kölluð Freyja eyja og hljóð sem fylgdi með sem átti að tákna selshróp, að þar hélt Sigmundur því fram að hljóðið hefði verið frá stól sem degin var til.
Fréttamaður á Vísir.is afsannaði það með því að fara á staðinn og reyna að framkalla hljóðið en það var ekki hægt.
Sigmundur var þá fljótur til varnar og sagði þetta hafa verið reiðhjól sem bremsaði fyrir utan gluggann en það var líka afsannað þar sem allir sem spurðir voru staðhæfðu að hljóðið hefði komið innan af staðnum og þrautreyndur hljóðmaður sem hreinsaði upptökurnar og lagaði hljóðgæðin staðfestir í viðtali að hljóðið komi úr mannsbarka.
Upptökurnar afhjúpa líka viðurstyggilegt hugarfar gagnvart Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og lýsandi fyrir það hatur sem sumir karlmenn hafa á konum sem eru duglegar að koma sér áfram í lífinu.
Öll hafa þau fjögur Miðflokksþingmennirnir verið hvattir til þess að segja af sér þingmennsku en þau neita og sitja sem fastast, segjast ekkert hafa brotið af sér og það sé engin ástæða til afsagnar. Aðrir þingmenn segjast ekki geta unnið með þeim eftir að þetta mál kom upp.
Siðferðiðstuðullinn er nú ekki hátt skrifaður hjá svona fólki því þau brutu þingskaparlög eins og áður er minnst á.
Það nýjasta í þessu máli er svo að skjóta sendiboðan. Nú skal höfðað mál á hendur Báru Halldórsdóttur öryrkja og transkonu sem tók upp samræður þessa fólks á opinberum veitingastað þar sem oftar en ekki var talað hátt svo allir heyrðu og stundum hrópað upp svo glumdi um allann staðinn, en henni blöskraði svo umræðurnar sem þarna fóru fram að hún ákvað að hefja upptöku með símanum sínum því hún taldi að þessar svívirðingar ættu erindi við almenning og væru ekkert einkamál þessara þingmanna enda lýsa samtölin sér sjálf á upptökunum sem og hugarfar, hatur og fordómarnir sem viðkomandi þingmenn láta í ljósi.
Það er stundum sagt við heimskingja sem eru búnir að grafa sig ofan í holu að hætta grafa þegar þeir komast ekki lengur upp úr henni en fjórmenningarnir slá þó öll met í heimskunni með þessari lögsókn því þau hætta bara ekki grafa þó þau séu komin niður á klöpp.
Það er nefnilega svo að með lögsókninni voru boraðar fjórar djúpar holur, þær síðan fylltar af sprengiefni og á bara eftir að kveikja í tundrinu meðan þau fjögur sitja á botni holunar, haldandi fyrir eyrun með dýnamitið undir rassinum því ekki komast þau upp úr holunni.
Það er því nokkuð ljóst að þegar þetta mál klárast að lokum með hvelli og látum, þá verður lítið eftir þingflokki MIðflokksins og þá sérstaklega þessum fjórum Klausturförum.
Svona fólki verður aldrei viðbjargandi og þeir sem kusu þetta yfir þjóðina hljóta að vera “springa” úr stolti yfir “sínu” fólki því siðferðið er ekkert og þeim er lygin tömust á tungu. Sækjast því um sér líkir.
Eða hvað?
Lilja er vinur minn.
Sorglegra verður þetta varla.
Lesið kommentin með færslunum til að átta ykkur á siðleysinu.
Skoðað: 3143