Staðreyndir um forsætisráðherrahjónin og vanda þann sem þau eiga við að glíma
Skoðað: 6158
Það er öllum ljóst sem fylgst hafa eitthvað með því sem er að gerast í þjóðféglaginu, að Forsætisráðherra og hans ektamaki eiga við stóran vanda að etja þessa dagana vegna uppljóstrunar frú Önnu Stellu á aflandsreikningum sínum á Jómfrúreyjum, nánar tiltekið Tortóla.
Elfa Jóns skrifar um þetta á fésbókarsíðu sinni og greinir þetta vel í sínum pistli sem við látum fylgja með hér að neðan og fjöldi fólks hefur deilt á Facebook.
Smá úrdráttur er hér að neðan:
Vandamál 1: SDG og frú Anna Stella völdu að fara með fé sitt úr landi, burt frá krónunni algóðu. Það stangast alvarlega á við málflutninginn um að krónan sé bjargvættur okkar Íslendinga. Enda virðist sem svo að þeir sem mæra krónuna mest nota hana minnst. Þeir eru með allt sitt í öðrum gjaldmiðlum. Niðurstaða: Ótrúverðugleiki er alger.
Vandamál 2: SDG hefur látið hjá líða að upplýsa þjóðina um þessa hagsmuni konu sinnar. Hann lætur sem hagsmunir frúarinnar séu alls ótengdir sínum. Samt lætur hann mann í opinberri þjónustu á launum frá þjóðinni svara fyrir hluti sem ber að líta á sem óviðkomandi forsætisráðherra. Niðurstaða: Tvískinnungur er alger.
Vandamál 3: Skv. grein Kjarnans þá hagnast frú Anna Stella um amk 60 milljónir á því að bönkunum sé leyft að greiða stöðugleikaframlag frekar en að lúta stöðugleikaskatti. Þetta er stór fjárhæð á vísu almúgans en ekki mikið fé á mælikvaðra frúarinnar. Ég hef ekki trú á að þessir hagsmunir frúarinnar hafi ráðið afstöðu SDG, en menn verða sannarlega vanhæfir fyrir minna. Hann situr óneitanlega báðu megin borðsins og slíkt ber að upplýsa um. Hefði SDG upplýst um málið fyrirfram á ég ekki von á að nokkur maður hefði ltiið verulega tortryggnum augum til aðgerða hans. Þarna er það leyndin sem skapar tortryggni. Eins getur maður ekki annað en sett tregðu forsætisráðherra til að setja sér siðareglur undir þetta ljósker. Niðurstaða: Leyndin er verulega ámælisverð og vanhæfi SDG til staðar.
Afganginn getur fólk svo lesið hér að neðan til að sjá heildarniðurstöðuna úr skrifum Elfu.
Um vanda SDG og frú Önnu Stellu:Vandamál 1: SDG og frú Anna Stella völdu að fara með fé sitt úr landi, burt frá kró…
Posted by Elfa Jóns on 18. mars 2016
Skoðað: 6158