Spillingin vellur og kraumar fyrir allra augum nema þeirra sem sitja í ríkisstjórninni
Skoðað: 1875
Nú er fólk í alvöru farið að spyrja sig hvort Kristján Þór Júlíusson sé í raun sá nautheimski hálfviti sem hann virðist vera. Nýjasta trixið hjá manninum er að setja Árna Mathisen fyrrverandi sjávarútvegsráðherra sem sem einn af stjórnendum sem á að gera úttekt á útgerðunum í landinu, þar með talið Samherja.
Kristján Þór Júlíusson er svo gjörsamlega vanhæfur í embætti sem hugsast getur og er búinn að gera jafn marga skandala á jafn mörgum dögum síðan Samherjamálið var upplýst í Kveik og á sennilega íslandsmet í heimskulegum athöfnum síðan þá.
- Lýsir því yfir að hann segi sig frá öllum málum sem snerta Samherja en ætlar samt að sitja í embætti.
- Tekur þátt í umræðum um spillingu og svarar spurningum eftir hann hafði hringt í “vin” sinn, Samherjaforstjóran eftir þáttinn til að spyrja hvernig honum liði.
- Daginn eftir spillingarumræðuna brennir fíflið norður á Dalvík til að samfagna með Samherja opnun á nýju frystihúsi þeirra.
- Tekur þátt í stefnumótun til að auka gagnsæi fyrirtækja og auka upplýsingaskyldu stærri sjávarútvegsfyrirtækja
- Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun hafa frumkvæði að því að Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Á grundvelli úttektarinnar vinni FAO tillögur til úrbóta í samvinnu við aðrar alþjóðlegar stofnanir sem vinna að heilbrigðum viðskiptaháttum, gegn spillingu, mútum og peningaþvætti.
- Aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga viðskipti með aflaheimildir er Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Þetta er það sem dúkkar upp í fljótu bragði yfir yfirferð fréttamiðla frá því Samherjamálið kom upp.
Á íslandi er engin ráðherra búin að segja af sér og engin rannsókn er hafin á þessu máli né heldur hefur komið fram sú krafa að frysta eignir Samherja meðan rannsókn fer fram enda hafa allir pappírstætarar Samherja gengið non stop síðan málið kom upp til að fela eða eyða gögnum sem gætu komið sér illa fyrir Þorstein Má og sjálfsagt er búið að eyða þúsundum tölvupósta og leyniskjala sem vistuð voru á hörðum drifum í eigu Samherja og “samherja” Samherja og Þorsteins og nánustu starfsmanna hans.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er fallin.
Fallin vegna spillingar, vinahygli, aumingjaskapar og ábyrgðarleysis.
Í Namebíu eru tveir ráðherrar búnir að segja af sér og hafa eignir þeirra og bankareikningar verið frystar en á íslandi gerist ekki neitt nema það að spillingin vellur og kraumar fyrir allra augum en stjórnvöld og sitjandi ráðherrar neita að horfast í augu við þá staðreynd að ísland er enn meira og verra spillingarbæli heldur en lítið ríki í Afríku.
Þar var þó strax tekið á málunum.
Skoðað: 1875