Sönn saga um vinnuaðferðir Íbúðalánasjóð

Skoðað: 4017

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður.

Við rákumst á þessa sögu, sem er nota bene líking á bílaviðskiptum og vinnubrögðum Íbúðalánasjóðs.

Spurning. ef ég kaupi bíl af Dúdda á 100.000- krónur með mánaðarlegum afborgunum upp á 1000- kr. bara vaxtalaust.
Bíllinn er drusla með ónýtt lakk, vantar nýja tímareim og bretti og olíuskipti og dekk og eitthvað fleira. Ok ?

Þannig að ég tek hauginn í gegn fyrsta árið og kaupi ný dekk og felgur og læt mála hann, og annað arið á er það ný tímareim og olíuskipti og allskonar. þ’a mætir Dúddi á þriðja árinu og segir” jæjaj! þetta er aldeilis flott! Bíllinn er bara orðinn 1.000.000- krónur virði ?  Þú verður núna út greiðslutímabilið að greiða mér afborganir sem hæfa milljón króna bíl eða 10.000 á mánuði þangað til að milljónin er greidd!” Hvað finnst ykkur um svona kaupsamning ?

Staðreyndin er, að þetta eru samningarnir sem Íbúðalánasjóður og Umboðsmaður Skuldara krefur skjólstæðinga sína í. Ég get ekki séð hvernig þetta stenst nokkur lög eða reglur ?
Plís, einhver lögfróður endilega kommenta á þetta ??

Endilega deilið og segið ykkar álit á þessu og hvort þetta sé ekki raunhæf samlíking.

Skoðað: 4017

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir