Smitandi jólagjöf í innkaupakörfunni

Skoðað: 2112

Svo virðist sem fólk sé farið að gera góðverk í verslunum núna í desember en svo virðist sem einstaklingar séu ýmist að borga vörur fyrir fólk í verslunum eða lauma rauðu umslagi í innkaupakörfur þess þegar það sér ekki til.

Heiða Rut Ingólfsdóttir setur myndir og færslu á facebooksíðu sína þar sem hún lýsir því að hafa fundið umslag í innkaupakörfunni hjá sér sem hún í fyrstu hélt að einhver hefði gleymt í körfunni en sá að það gat ekki verið þar sem því hafði verið stungið á milli tveggja hluta.

Hún þakkar fyrir sig í færslunni með orðunum; “Elsku góðhjartaði jólaálfur. Mikið er þetta falleg hugsun og kærleiksrík. Aldrei hef ég vitað slíka góðmennsku og ósérplægni. ”

Nú er spurning hvort þetta verði keðjuverkandi kærleikskveðja fyrir þessi jól þar sem ótrúlega margir eiga erfitt fyrir komandi jól í Covid fárinu, atvinnuleysinu og fátæktinni sem ríkir á íslandi.

Skoðað: 2112

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir