Skítleg framkoma sjúkratryggina Íslands og TR við fatlaða, aldraða og öryrkja. Mótmæli boðuð til að krefjast réttlætis
Skoðað: 4745
Slysin gera ekki boð á undan sér og enginn vill lenda í þeirra stöðu að neyðast til að treysta á stofnanir sem virðir ekki mannréttindi allra. Tryggingastofnun Ríkisins, (TR) og Sjúkratryggingar Íslands, (SÍ), hafa hvað eftir annað setið undir harðri gagnrýni vegna framkomu sinnar gagnvart fötluðu fólki sem þarf á hjálpartækjum að halda þar sem SÍ neitar fólki um nauðsynleg hjálpartæki eða viðhald á þeim tækjum sem það þegar hefur fengið og TR neitar fólki um bílastyrki ef það á ekki fyrir á fleti, nógu dýran bíl.
Það er hreint með ólíkindum að fylgjast með vinnubrögðum þessara stofnana sem voru stofnaðar með það að markmiði að hjálpa og aðstoða það fólk sem hefur af einhverjum ástæðum misst heilsuna og getur ekki séð sér farborða sjálft og þá sér í lagi þeim sem eiga við svo mikla líkamlega fötlun að stríða að þeir þarfnast sérstakra hjálpartækja til að komast á milli staða, hvort heldur það er hjólastóll, hækjur, göngugrind eða sérútbúinn bifreið. Ef hjólastóll bilar þá er fólk bara komið í margra daga einangrun vegna heimskulegra og ómannúðlegra reglna hjá þessum stofnunum.
Ítrekað er þessu fólki neitað um þessi hjálpartæki af þeirri ríkisstofnun sem á að sjá um þessa hluti og verður því miður að segjast eins og er um stjórnendur Sjúkratrygginga, að þeir eru í engu hæfir í sínu starfi á nokkurn hátt meðan þeir haga sér með þessum hætti. Skipta þarf út allri yfirstjórn þessarar stofnunar og sérstaklega forstjóra hennar, Steingrími Ara Arasyni sem er ekkert annað en leppur og tuskudýr auðvaldsins í landinu og hefur stórskaðað samfélagið með samningum sínum fyrir ríkið og LSH, eins og frægt er orðið.
Vegna þessarar framkomu hefur hópur fólks sem sárlega þarf á hjálpartækjum að halda og hefur beðið mánuðum saman og sumir jafnvel allt upp í tvö ár eftir hjálpartækjum ákveðið að koma saman og mótmæla þessum starfsháttum þessara tveggja stofnana, TR og SÍ til að knýja á um úrbætur í málum þeirra sem þurfa á hjálpartækjum að halda.
Það er með öllu ótækt að þær stofnanir sem ríkið rekur í þeim tilgangi að aðstoða og hjálpa fólki, geri nánast ekkert annað en vinna á móti því, brjóta stanslaust á því mannréttindi, niðurlægja það og vera með einverja þá verstu þjónustu sem nokkur stofnun getur verið með gangvart fólki sem kemst ekki af sjálfsdáðum á milli staða.
Mótmælin verða í tveinnu lagi á fimmtudaginn 3. marz klukkan 14:00 fyrir utan Tryggingastofnun Ríkisins annars vegar og hins vegar fyrir utan Sjúkratryggingar Íslands.
Fólk er hvatt til að koma með biluð, brotin eða ónýt hjálpartæki til að allir og sérstaklega starfsfólk þessara stofnana, geti séð með eigin augum hverslags meðferð og þjónustu fatlaðir einstaklingar á íslandi fá nú til dags.
Meira að segja miðaldirnar virka hlýlegar miðað við þá framkomu sem fatlaðir fá í dag frá ráðafólki og stofnanaklíkunni sem öllu ræður í þessum málum því það biður enginn um að veikjast, slasast eða fæðast fatlaður.
Það sjá og skilja það allir sem eru ekki því heimskari.
Nánar er hægt að kynna sér viðburðinn á fésbókinni og taka þátt en Skandall.is hvetur alla til að mæta við TR á fimmtudaginn og hefjast mótmælin klukkan 14:00 eins og áður var sagt.
Skoðað: 4745