Skiptar skoðanir meðal fólks vegna hvarfs Fréttablaðsins

Skoðað: 2239

Fréttablaðið lagt niður

Þó legið hefi fyrir í hartnær tvö ár að Fréttablaðið væri á barmi gjaldþrots og stöðugur taprekstur á miðlinum þá kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar tilkynnt var í gær að ákveðið hefi verið að skella í lás á þeim bænum með þeim afleiðingum að um 100 manns misstu vinnuna.

Gríðarlegur fjöldi fólks hefur skrifað aðsenda skoðanapistla í blaðið og á netútgáfu þess og almennir borgarar fengið þar rödd sem nú mun þagna að mestu enda margir snilldarpennar sem áttu sína föstu dálka þar og mikið lesnir.

Þetta er gríðarlegt högg á frjálsa fjölmiðlun í landinu og spurning hvaða áhrif það kemur til með að hafa á fjölmiðlun í landinu en margir hafa kallað eftir því að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði til að fjölmiðlar sem byggja tekjur sínar á auglýsingum eigi auðveldara uppdráttar.
Þessi umræða hefur reyndar verið í gangi lengi og má nefna að á hinum norðurlöndunum er búið að kippa ríkisreknum fjölmiðlum af auglýsingamarkaði enda fá þeir sitt rekstrarfé frá stjórnvöldum.

Fjárframlög frá ríkinu hafa hingað til ekki dugað til að styrkja frjálsa fjölmiðla með réttlátum hætti og það sannar sú staðreynd að Fréttablaðið er liðin tíð.
Því miður.

Skoðað: 2239

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir