Skattalækkannir Bjarna Falson munu aðeins skila 432 krónum á mánuði árið 2022
Skoðað: 4628
Það er engum ofsögum sagt þegar Bjarni Ben svokallaður fjármálaráðherra íslands er sagður bæði ljúga og blekkja almenning á íslandi í hvert einasta sinn sem hann tjáir sig.
Í síðasta pistli var farið yfir fésbókarfærslu hjá Marínó G. Njálssyni um blekkingu Bjarna varðandi skattalækkanirnar en þá passaði Bjarni sig vel á því að ljóstra ekki upp þeirri staðreynd að ætlunin var að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár, eða til ársins 2022.
Í færslu Vilhjálms Birgissonar nú í morgun fer hann betur í saumana á þessum skattatillögum og útkoman er vægast sagt hroðaleg fyrir láglaunafólk á íslandi því miðað við þær forsendur sem Vilhjálmur dregur upp, þá verður ávinningur launþegans aðeins 432,- krónur á mánuði í skattalækkun við lok samningstímans árið 2022.
Ekki batnar ruglið í kringum þessa skattatillögur ríkisstjórnarinnar en þetta er að breytast í leikhús fáránleikans.
En nú liggur fyrir að það á að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár. Munið að þessar skattatillögur ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að létta skattbyrgði á alla um 6.750 krónur sem verður komið til framkvæmda eftir tæp fjögur ár. Það þýðir að skattalækkun er 2.250 krónur sem kemur í þremur áföngum inn fyrst 1. janúar 2020
Skoðum þetta rugl örlítið. Í dag er persónuafslátturinn 56.447 krónur á mánuði og gefum okkur að verðbólgan verði 3,6% eins og henni er spáð á næsta ári en munum að persónuafslátturinn er verðtryggður. Svona myndi persónuafslátturinn þróast árin 2020, 2021 og 2022 ef verðbólgan verður 3,6% öll árin.
• Árið 2020 ætti persónuafslátturinn að hækka úr 56.447 í 58.479 kr. eða 2.032. skattalækkunin á að vera 2.250 krónur þannig að ávinningur launafólks verður 218 krónur!
• Árið 2021 ætti persónuafslátturinn að hækka úr 58.479 í 60.584 kr. eða 2105 kr.. skattalækkunin á að vera 2.250 krónur þannig að ávinningur launafólks verður 145 krónur
• Árið 2022 ætti persónuafslátturinn að hækka úr 60.584 í 62.765 kr. eða 2.181. skattalækkunin á að vera 2.250 krónur þannig að ávinningur launafólks verður 69 krónur
Hugsið ykkur að skattatillögur ríkisstjórnarinnar munu skila á þessum þremur árum sem frysting persónuafsláttar mun eiga sér stað skattalækkun sem nemur heilum 432 krónum á mánuði í lok tímabilsins.
Þetta er eitt almesta rugl sem ég á ævi minni hef séð en ég ítreka að ég miða við í þessum forsendum að verðbólga verði 3,6% á ári og persónuafslátturinn verði frystur í 56.477 krónum næstu þrjú árin!
Að lokum myndi ég vilja að fjölmiðlar krefðu stjórnvöld hvernig þessar tillögur geti kostað 14 milljarða á þriggja ára tímbili
Það ætti öllum að vera ljóst að þessari ríkisstjórn þarf að koma frá völdum og það ekki seinna en strax enda ættu allir að sjá það í dag að Katrín Jakobsdóttir ræður ekkert við verkefnið sem hún tók að sér og hún og flokkur hennar eru algjörlega valdalaus með öllu undir járnhæl nas… hérna, sjálfstæðisflokksins og Bjarna Ben, því hann ræður í raun öllu og engin þorir að æmta eða skræmta né mótmæla neinu sem frá mafíunni kemur.
Marínó Njálsson fer yfir kastljósviðtalið við Katrínu frá því í gær þar sem hann hrekur allar “staðreyndir” hennar um skattalækkunnartillögurnar.
Reyndar tætir hann þær svo rækilega í sig að það stendur ekkert eftir nema rústirnar einar og kellingin kviknakin í sviðsljósinu eftir meðferð Marínós.
Hér er öll færslan frá Marínó enda ekki hægt að slíta hana í sundur án þess að innihald hennar valdi ruglingi eða misskilningi.
Í Kastljósi var rætt við forsætisráðherra um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Hún sagði m.a.:
„Ég horfi bara á hvað það er sem við erum að gera, mitt mat er það að þessar breytingar eru góðar, þær eru réttlátar, þær stuðla að auknum jöfnuði. Við erum að gera kerfið réttlátara, við erum að gera breytingar í jafnréttisátt. Þær koma betur fyrir tekjulága en tekjuháa, betur fyrir konur en karla sem eru auðvitað almennt tekjulægri. Við erum að reyna að koma til móts viðtekjulægstu hópana. Það er eðli prógressívra skattkerfa að það sem er gert fyrir neðsta hópinn það skilar sér upp skalann. Hlutfallslega er lækkunin mest fyrir þá sem eru í neðsta þrepi og svo fjarar hún út eftir því sem ofar kemur þegar við horfum á það hlutfallslega.“
Tökum þetta lið fyrir lið:
1. “Þær eru réttlátar”: Hvaða réttlæti felst í því að þegar bæta þarf kjör hinna verst settu, þá fá allir með laun yfir 325.000 kr. meiri skattalækkun, en þeir sem eru með laun undir 325.000 kr.? Hvaða réttlæti felst í því, að einstaklingur sem býr einn og er með 4,5 m.kr. á mánuði (ef sá einstaklingur er til) fær skattana sína lækkaða um 12.500 kr., en öryrkinn með 235.000 kr. á mánuði fær þá lækkaða um 9.400 kr. svo dæmi sé tekið?
2. “Þær stuðla að auknum jöfnuði”: Hvaða jöfnuður fæst með því, að allir yfir 325.000 kr. á mánuði fá skattalækkun upp á 12.500 kr., en ekki þeir sem eru með undir þeirri tölu í laun?
3. “Breytingar í jafnréttisátt”: Mér skilst að þetta byggist á því að tekið verði fyrir að hægt sé að færa persónufrádrátt á milli samskattaðra aðila. Hvernig verður það að jafnréttismáli, að dregið er úr framlagi þess heimavinnandi (eða með tekjur undir skattleysismörkum) til tekjuöflunar heimilisins? Það er ekki bara að viðkomandi einstaklingur er með drullulágar tekjur, heldur ætlar ríkið að taka af viðkomandi möguleikann á að leggja heimilinu til meiri tekjur. Þetta hefur ekkert með jafnrétti að gera, heldur er verið að benda viðkomandi frekar á hversu lítils virði viðkomandi er.
4. “Koma betur fyrir tekjulága en tekjuháa”: Nei, þær koma ekki betur út fyrir tekjulága en tekjuháa. Þær koma í besta fall jafnt út fyrir báða hópa og í versta falli mun verr út fyrir tekjulága.
5. “Betur fyrir konur en karla”: Þetta er bara bílasöluræða hjá ráðherranum. Meira að segja búið að draga niður í kílómetramælinum. Hvernig getur það komið betur út fyrir konur að fá innan við 12.500 kr. í skattaafslátt vegna þess að þær eru með svo lágar tekjur eða geta ekki lengur látið makann nýta ónýttan persónuafslátt? (Sjá nánar lið 3.)
6. “Koma til móts viðtekjulægstu hópana”: Hvernig er verið að koma til móts við tekjulægstuhópana, þegar allir yfir 325.000 kr. fá meiri lækkun skatta, en þeir tekjulægstu sem eru jú allir með undir 325.000 kr.? Hún staðfestir þetta í næstu setningu.
7. “Það er eðli prógressívra skattkerfa að það sem er gert fyrir neðsta hópinn það skilar sér upp skalann”: Veit að vísu ekki hvað þetta orð “prógressívra” á að merkja og hún hefði notað íslenskt orð, ef hún hefði skilið það sjálf. Sem sagt með þessari einu setningu, þá opinberar forsætisráðherra að allt hitt á undan var bara bílasölumaður að selja bíl hvers kílómetramælir hafði verið færður niður um 190.000 km.
8. “Hlutfallslega er lækkunin mest fyrir þá sem eru í neðsta þrepi”: Ég skora á ráðherrann að prófa að borga með prósentum næst þegar hún verslar í matinn. Ég prófaði það einu sinni í gríni og starfsmaðurinn á kassanum hló bara. Fattaði brandarann. Hvort sem viðkomandi þénar 325.000 kr. eða 4,5 milljónir kr., þá fást jafn margir mjólkurlítrar fyrir 12.500 kr. eða bíómiðar eða bensínlítrar.
9. “Svo fjarar hún út eftir því sem ofar kemur þegar við horfum á það hlutfallslega”: Aftur fer hún í hlutfallslegan samanburð. Fyrst þetta fjarar svona út, til hvers þá að láta þá, sem taka ekki eftir breytingu, njóta lækkunarinnar?Staðreyndin er að skattalækkun upp á 12.500 kr. til þeirra sem eru með tekjur langt yfir almennri neysluþörf er sóun á peningum skattborgara og ríkissjóðs. Munurinn er, að peningurinn sem frúin í Hamborg gefur þessum sem fær 4,5 m.kr. á mánuði mun stytta biðina í að næst verði farið fínt út að borða eða til útlanda um nokkra daga, meðan sá með undir 325.000 kr. á meiri möguleika að eiga fyrir mat út allan mánuðinn.
Alveg er það æði furðulegt, að sjá forsætisráðherra úr þeim vinstri flokki sem er lengst til vinstri af þeim flokkum sem eru á þingi, að vera að mæra skattalækkanir til allra og hafna því að gera breytingar sem koma best út fyrir þá tekjulægstu. Ég á von á mörgum úrsögnum úr VG á næstu dögum.
Rosalega eru þessir ráðherrastólar mikilvægir fyrir VG, ef forsætisráðherrann selur sál sína fyrir þá.
Það ætti öllum að vera orðið ljóst, ekki síst kjósendum og fylgisfólki VG að það á ekkert eftir annað en að gefa út tilkynningu um að VG hafi sameinast sjallamafíunni því allt sem Bjarni Ben segir, bergmálar Katrín Jakobsdóttir jafnharðan með sama orðalaginu, sömu áherslum og sama hrokanum.
Á þeim tveim er engin munur.
Síðan er hreint með ólíkindum að fylgjast með fjölmiðlum sem éta lygarnar hráar frá lygaparinu Bjarna og Kötu og hafa ekki einu sinni fyrir því að reyna að hrekja lygarnar þrátt fyrir gríðarlegar umræður traustra og ábyrgra aðila á samféalgsmiðlum þar sem þeir hafa reiknað út hvaða áhrif þessar skattalækkannir hafa í raun og veru á kjör láglaunafólks á íslandi.
Sérstaklega má taka Ríkisútvarpið fyrir en þar opinberaði og kom Jóhanna Vigdís upp um sig í viðtali við Bjarna Ben þegar hún taldi sig vera stadda á landsfundi Sjallamafíunar og sagði, í staðin fyrir; ,,tillögur ykkar”, þá sagði hún; ,,tillögur okkar”.
Það vita allir sem fylgst hafa með að Jóhanna er helblá og hefur alltaf verið og því á ekki að hleypa henni í neina umsjón með pólitískum umræðum eða kosningavökum því í síðustu þrjú skiptin var hún svo hlutdræg með sjallamafíunni að það var ógeðslegt að fylgjast með því og þá sérstaklega hvernig hún slefaði yfir Bjarna Ben og sjallamafíunni þegar það voru umræður í sjónvarpssal.
Ekki að Þorbjörn og Einar hafi verið neitt skárri en þetta er skammar fyrir þá stofnun sem telur sig vera fréttastofa fyrir þjóðina, að fréttamenn og þáttastjórnendur geti aldrei með neinu móti sýnt snefil af hlutleysi eða komið jafnt fram við alla sem mæta til þeirra.
Að lokum minnum við svo á hungurgönguna sem áður hefur verið fjallað um og hvetjum alla til að mæta og standa saman í því að þvinga stjórnvöld til raunverulegra aðgerða til að draga úr fátækt og skattpíningu við tekjulægstu hópa samfélagsins.
Skoðað: 4628