Sitjum við uppi með fábjána í fjármálaráðaneytinu?
Skoðað: 3456
Í gær, 19. nóvember í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi þar sem Guðmundur Ingi Kristinsson spurði fjármálaráðherra hvernig stæði á því að lífeyrisþegar sem eru á lægstu bótum almannatrygginga fái lægstu desemberuppbótina sem síðan er rifin öll af þeim með skerðingum og sköttum svo eftir stendur nákvæmlega ekki neitt.
Aðeins núll þegar búið er að reita allt af þeim meðan ráðherrar og þingmenn fái 185 þúsund krónur fyrir skatt eða útborgaðar 110. þúsund krónur.
Svör ráðherra voru svo gjörsamlega út úr öllu landslagi á jörðinni, Mars og Júpiter ásamt fylgitunglum að þeir sem á hlýddu hafa sjaldan heyrt aðra eins þvælu og rugl og margir hafa spurt á samfélagsmiðlum, á hvaða sýrutrippi fjármálaráðherra væri eiginlega enda spurningarnar skýrar og vel skilgreindar hjá Guðmundi Inga.
Virðulegur forseti. Desemberuppbót samkvæmt kjarasamningum VR er 94.000 kr. fyrir árið 2020 miðað við fullt starf. Atvinnulausir fá um 85.000 kr., en eldri borgarar og öryrkjar um 45.000 kr. Þingmenn fá um 185.000 kr. launauppbót fyrir jólin. Af þessum 94.000 kr. greiða VR-félagar að meðaltali um 40% skatt sem þýðir að þeir fá útborgað um 56.000 kr. af þessum 95.000 kr. Af þeim 185.000 kr. sem þingmenn fá eru eftir skatt um 110.000 kr. Desemberuppbót örörkulífeyrisþega nemur 45.000 kr. eða 30.000 kr. eftir skatt. En hún er síðan skert hjá stórum hóp lífeyrisþega en ekki hjá okkur þingmönnum eða þeim sem eru á vinnumarkaði.
Það er stórfurðulegt að veiku fólki og eldri borgurum sé dýft á kaf í skerðingarpyttinn. Ríkisstjórnin setur upp mismununaragleraugun og taumlausa skerðingarsamviskuleysið með keðjuverkandi skerðingum fyrir jólin til þess eins að skerða desemberuppbót vegna lífeyrissjóðslauna niður í núll. Ekkert. Við fáum jólabónus skattaðan en óskertan, en hjá veiku fólki og eldri borgurum er hann skattaður og keðjuverkandi skertur í ekkert, ekki krónu.
Hvernig passar svona skattstefna inn í málefni Sjálfstæðismanna? Fyrst er skattað, svo er keðjuverkandi skattur niður í núll eða 100% skattur. Finnst hæstv. fjármálaráðherra þetta sanngjarnt? Ef svo er, hvers vegna? Ef ekki, er hann þá tilbúinn til að berjast fyrir því að þessi 45.000 kr. jólabónus sem eldri borgarar og öryrkjar fá verði skatt- og skerðingarlaus um næstu mánaðamót? Skatt- og skerðingarlausar 45.000 kr.
Fyrra svar Bjarna Ben er með þeim hætti að flestum ætti að vera ljóst að maðurinn ber ekki minnsta skynbragð á hagstjórn, hefur minna en ekkert vit á fjármálum og þaðan af síður hefur hann enn minna vit á þeim ákvæðum um skerðingarákvæði sem felast í lögum um almanntryggingar því hann bullar og þvælir út í eitt. Annað sem er enn alvarlegra og honum til minnkunnar er sú staðreynd að hann heldur enn áfram því sóðastarfi sem Vigdís Hauksdóttir og fleiri þingmenn byrjuðu á fyrir nokkuð mörgum árum en það er að saka lífeyrisþega um að svindla á kerfinu með því að vinna “svart” til að komast hjá skerðingunum.
Sjálfsagt eru einhverjir sem gera það stuttan tíma til að bjarga sér hreinlega frá því að svelta í hel undir stefnu þessarar ríkisstjórnar en það er þá bara tímabundið eftir því sem heilsa og geta leyfa þeim einstaklingum, því ekki er ríkið hvort sem er að gera neitt til að koma til móts við þessa hópa, hvað þá heldur að leyfa þeim að bjarga sér löglega því skeringarnar koma algjörlega í veg fyrir það.
Svar Bjarna:
Virðulegi forseti. Við ræðum oft þessar skerðingarreglur almannatryggingakerfisins út frá ólíkum sjónarhornum. Mín ábending í þeirri umræðu er að jafnaði alltaf sú sama, að þessar reglur eru til að tryggja að takmarkað fjármagn rati helst til þeirra sem eru í mestri þörf. Við getum síðan rætt um hvort kerfið í heild sinni yrði sanngjarnara. Hv. þingmaður spyr hvað mér þyki almennt út frá pólitísku sjónarmiði um slíkar skatta- og skerðingarreglur. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, að of miklar skerðingar dragi úr vilja fólks til að bjarga sér sjálft, t.d. að sækja sér aukatekjur með vinnu til að draga úr þörfinni fyrir annan stuðning.
Ef skerðingarreglurnar eru of grimmar held ég að þær muni verka letjandi. Ég held að það megi alveg halda því fram að þegar við erum að dansa með skerðingarmörkin á þessu bili sem við höfum verið, sem hefur verið frá 38,5% upp í 40% og jafnvel upp í 45%, og svo höfum við verið með dæmi um sérstaka stuðningsflokka, eins og sérstöku framfærsluuppbótina sem til skamms tíma var með krónu á móti krónu skerðingu, þá held ég að við séum að bjóða heim hættunni á ákveðinni bjögun. Hver hefur ekki heyrt dæmi um fólk sem reynir að útvega sér starf þannig að tekjurnar séu ekki gefnar upp þannig að þær muni ekki hafa áhrif á réttindi í kerfinu? Það er staðreynd sem við verðum að viðurkenna og horfast í augu við.
Hér er spurt sérstaklega um jólabónusinn. Við þurfum bara að ákveða hvað við ætlum að ráðstafa háum fjárhæðum í sérstöku desemberuppbótina og fara yfir það hvernig hún skilar sér, til þess að geta svarað þessari spurningu. En mín skoðun er eftir sem áður sú að það er auðvitað best að það skili sér sem mest til þeirra sem hafa minnst.
Guðmundur Ingi kom þá aftur í pontu og endurtók spurningu sína til fjármálaráðherra þar sem hann krefur Bjarna svara við spurningu sinni um skerðinguna sem tekur í raun allan jólabónusinn af lífeyrisþegum í formi skerðinga.
Virðulegi forseti. Þessi svör eru alveg stórfurðuleg. Það er talað um að jólabónusinn sé skertur til þess að þeir sem minnst fá fái hann en þeir sem mest fá fái hann ekki. Þetta stenst ekki. Hvað skerðir jólabónusinn? Lífeyrissjóðurinn. Og hvað er gert við lífeyrissjóðinn? Hann er keðjuverkandi skertur. Hverjir lenda verst í þessu? Þeir sem eru með lægst laun, konur. Hvernig í ósköpunum er hægt að réttlæta það að búa til jólabónus upp á 45.000 kr. og skatta niður í 30.000 en hirða það síðan og segja að það sé eðlilegt? Er þá ekki miklu heiðarlegra að segja: Þið fáið hann ekki? Við ætlum ekki að láta ykkur hafa jólabónusinn. Það er fáránlegt að sprikla í skerðingarpyttinum og vera margskattaður vegna sömu tekna, lífeyrissjóðstekna. Ég trúi því ekki að hæstv. fjármálaráðherra sjái ekki að þetta gengur ekki upp. Þarna er verið að margskatta sama aurinn til að ná af þeim sem minnst hafa (Forseti hringir.) jólabónusnum. Getum við ekki einu sinni látið þá fá jólabónusinn óskertan?
Það er með ólíkindum að hlusta á seinna svar Bjarna því þarna fer hann í eitthvað það versta rugl sem hægt er að hugsa sér því það er engin heil brú í því sem hann segir eða fullyrðir.
Virðulegi forseti. Ef við myndum reyna að nálgast þetta út frá einfaldri spurningu: Hvað einkennir þá sem fá slíkan jólabónus, desemberuppbót, óskertan? Hvað einkennir þann hóp? Er það ekki einmitt það að þau hafa ekki aðra tekjustrauma til að framfleyta sér? Og hvað einkennir þann hóp sem hefur tapað, í það sem hv. þingmaður kallar skerðingarpyttinn, öllum viðbótargreiðslum? Hvað einkennir þann hóp, ef við horfum eingöngu til þeirra sem sjá mest lítið út úr þessu? Er það ekki einmitt það að þau skera sig frá hinum með því að þau hafa aðra tekjustrauma? Þetta svarar spurningunni.
Bjarni Ben fær nærri tvær milljónir í mánaðarlaun.
Hann fær jólabónus upp á 185 þúsund fyrir skatt eða 110 þúsund eftir skatt.
Félagi í VR í fullri vinnu fær 94. þúsund fyrir skatt eða 56. þúsund eftir skatt.
Atvinnulausir fá 85. þúsund fyrir skatt sem gerir þá í kringum 50 þúsund eftir skatt.
Öryrkjar fá 45 þúsund fyrir skatta og skerðingar, 30 þúsund eftir skatt en 0 krónur eftir skerðingar.
Nú er spurt hvort þetta sé ekki eitthvað öfugsnúið?
Af hverju á fólk með milljón til tvær á mánuði að fá hátt í 200 þúsund í jólabónus meðan sá sem er á bótum almannatrygginga fær í raun ekki neitt?
Hvaða réttlæti er í því?
Svör ráðherra staðfesta það hins vegar að í fjármálaŕáðaneytinu situr fábjáni sem hefur engan skilning á þörfum fólks eða þjóðfélags. Hann hefur engan skilning né vit á hagstjórn eða fjármálum því það sanna staðfestingar á afskriftum félaga og fyrirtækja sem þessi maður hefur rekið í gengum tíðina þar sem 130 milljarðar, (130.000.000.000,- kr) voru afskrifaðar vegna algjörrar fjármálaóreiðu og vanþekkingar í rekstri fyrirtækja.
Meira að segja tókst þessum manni að setja olíufélag á fákeppnismarkaði á íslandi á hausinn.
Og hverjir borga þetta síða?
Bjarni og hans fólk?
Auðmennirnir sem hann púkkaði undir og sem hafa flutt tugi ef ekki hundruð milljarða á aflandsreikninga?
Nei svo sannarlega ekki því það er almenningur sem er enn að borga þessar óreiðuskuldir Bjarna og fjölskyldu hans og ekki bara almenningur í vinnu í dag heldur börn og barnabörn láglaunafólksins, öryrkjana og aldraðir fram í rauðan dauðann sem þurfa að borga upp sóðaskapinn eftir svona glæpalýð.
Er þetta í alvörunni maðurinn sem fólk vill sjá sem næsta forsætisráðherra íslands?
Skoðað: 3456