Síðast var það Húsavík, nú er það Akranes

Skoðað: 4458

Íspinnabónusútgerðin.

Árið 2014 hætti útgerðarfélagið Vísir allri starfsemi á Húsavík og sagði upp því starfsfólki sem þar starfaði eða bauð því að flytjast hreppaflutningum suður til Grindavíkur.  Talsvert mikið var fjallað um þetta í fréttum eitthvað fram á árið 2015 en að lokum dó umræðan út og varla hefur heyrst múkk um þetta mál síðan þrátt fyrir að ASÍ hafi hótað málaferlum gegn SA vegna þessara aðgerða Vísis.

Núna er Akranes undir hníf útgerðargreifana og hefur HB-Grandi hótað að hætta allri fiskvinnslu á Akranesi og flytja hana til Reykjavíkur.  Þetta hefur að sjálfsögðu kallað á hörð viðbrögð bæjarbúa, bæjarstjórnar sem hljóp upp til handa og fóta og lofaði að leggja hundruði milljóna í hafnarbætur til að halda fyrirtækinu á staðnum og verkalýðsforingja staðarins sem bæði er brúnaþungur og ómyrkur í máli gagnvart fyrirtækinu.  Fyrirtæki sem borgar starsfólkinu sem skapar verðmætin skítalaun miðað við afkomu því á sama tíma ætlar stjórnendur og eigendur þess að greiða út tvo milljarða í arð.
Ætli starfsfólkið fái íspinna eins og fyrir tveimur árum?
Þá brast ein fiskvinnslukonan í söng og sendi eigendunum heldur betur tóninn.

Sennilega mun samt það sama gerast og gerðist á Húsavík.
Fiskvinnslan fer og raddirnar þagna.

Skoðað: 4458

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir