Siða og forsætisnefndir alþingis algjörlega siðblindar

Skoðað: 1895

Myndin er fengin að láni frá Einari B. Bragasyni moggabloggara.

Ef þú stelur ertu þjófur.
Ef þú lýgur ertu lygari.
Ef þú lofar en svíkur þá ertu svikari.

En ef þú ert þingmaður eða ráðherra þá máttu gera hvað sem er nema segja sannleikann um þjófnað, lygar og svik annara þingmanna og ráðherra, samkvæmt siðanefnd og forsætisnefnd alþingis ef marka má álit þeirra og “dóm” í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem benti á þá staðreynd að þingmaður sjálfstæðisflokksins hefði dregið sér fé með ólögmætum hætti úr sameiginlegum sjóðum almennings sem ríkið hefur yfir að ráða með því að senda inn rukkannir fyrir, meðala annars, akstur vegna þáttargerðar sjónvarpsstöðvarinar ÍNN þar sem þátturinn var um hann, störf hans og manngæsku.
Einnig rukkaði hann fullum fetum fyrir allan akstur sem hann ók vegna framboðs síns í suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar til að komasta aftur inn á þing.

Hátt í fimmtíu þúsund kílómetrum skilaði þessi þingmaður í akstursbók á einu ári og rukkaði fyrir það vel á fimmtu milljón króna úr sjóðum almennings og þegar þingmaður Pírata sagði að það væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé með ólögmætum hætti þá trylltust samþingmenn Ásmundar og heimtuðu að Þórhildur Sunna yrði dregin fyrir siðanefnd og forsætisnefnd alþingis og tugtuð til fyrir að segja sannleikann um Ásmund.

Þjófur er þjófur og bera að kalla slíkan einstakling þjóf.
Ásmundur stal úr almannasjóðum og er því þjófur.

Að forsætisnefnd skuli komast að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sé seki aðilinn í þessu þrátt fyrir ósannindi og undanflæming Ásmundar í þessu máli hlýtur að vekja þær hugsanir og tilfiningar hjá siðmenntuðu fólki að þeir einstaklingar, utan einn í forsætisnefnd, Jón Þór Ólafsson Pírata, séu hreint út sagt algjörlega siðblindir á allan hátt, óheiðarlegir og snautlegir fulltrúar þeirra flokka sem þeir sitja á alþingi fyrir.

Forsætisnefnd neitaði nefnilega að taka mál Ásmundar fyrir þrátt fyrir að sannað væri að hann hefði dregið sér fé með ólögmætum hætti og borgað til baka einhvern tæplega tvöhundruð þúsund kall þegar upp komst um þjófnaðinn.

Þetta mál allt saman er dæmigert fyrir spillingu þaulsetuþingmanna, óheiðarleika, svik við kjósnendur og þjófnað úr sjóðum almennings.

Það er svívirðilegt að þurfa að horfa upp á gjörspillta sérhagsmunaseggi eins og Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, sem fór oft mikinn sem þingmaður í stjórnarandstöðu, verja spilinguna af öllum kröftum til að þóknast sérhagsmunaklíkunni á alþingi og refsa þeim sem reyna að breyta því rotna og ógeðslega kerfi sem þar þrífst í eitthvða sem væri þjóðhagslega hagkvæmt og kæmi almenningi í landinu til góða.

Nei.  Það á áfram að hengja bakara fyrir smið.

Skoðað: 1895

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir