Séríslenskar pyntingar í boði íslenskra stjórnvalda

Skoðað: 3325

Efnahgaslegar pyntingar eru líka ólöglegar.

Pyntingar eru bannaðar samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum sem 147 ríki hafa undirritað, þar með talið ísland.
Samt viðgangast þær í stórum stíl í dag en það hefur bara enginn haft kjark í sér til að benda þingmönnum og ráðherrum á þá staðreynd.

En hvað eru pyntingar?

Pyntingar felast í því að baka einhverjum sársauka og meiðsli, markvisst og af ásettu ráði, í refsingarskyni, hefndarskyni, sem hluti af pólitískri endurhæfingu, niðurlægingu fórnarlambsins eða sem hluti af yfirheyrslu. Pyntingar af ýmsu tagi hafa verið stundaðar frá örófi alda og allt til okkar daga af einstaklingum, hópum og ríkjum.

Pyntingar eru ekki bara að meiða einstaklinga líkamlega því andlegar pytntingar viðgangast einnig og þegar þeim er kerfisbundið beitt til að brjóta einstaklinga niður andlega.

Mannréttindum er einnig stundum skipt í kynslóðir samkvæmt hugmynd Karel Vasak:

  • Fyrsta kynslóð mannréttinda nær yfir skoðanafrelsi og borgaraleg réttindi.
  • Önnur kynslóð nær yfir félagsleg og efnahagsleg réttindi.
  • Þriðja kynslóðin, svokölluð „samstöðuréttindi“, til dæmis réttur til friðar og óspillts umhverfis.

Þriðja kynslóðin nýtur minnstrar viðurkenningar enn sem komið er.

Efnahagslegar pyntingar á einstaklingum er eitthvað sem íslensk stjórnvöld er sek um hvort sem fólk vill viðurkenna það eða ekki en fólk þarf að fara að átta sig á því að með því að halda ákveðnum þjóðfélagshópum árum saman í þeirri stöðu að vera með tekjur langt undir þeim viðmiðum sem teljast til fátætkar eða sárafátæktar þá eru stjórnvöld með því að stunda hreinar og klárar pyntingar.

Öryrkjar og aldraðir falla í þennan hóp og það eru stundaðar kerfisbundnar pyntingar á þeim.
Getur einhver sett sig í þau spor að þegar nálgast mánaðarmót og útborgunardagur að þú lesandi góður getur sett þig í þau spor, mánuð eftir mánuð.  Ár eftir ár að sjá fram á föst útgjöld sem útborguð laun kanski rétt duga fyrir og þá er allt annað eftir eins og matur og lyf?

Getur þú sett þig í þau spor að fá kanski 250 þúsund útborgað en þurfa borga leigu upp á 230 þúsund, hita, rafmagn, síma og internet sem slagar kanski um eða yfir 20 þúsund í heildina og eiga þá eftir að eiga fyrir nauðsynjum út mánuðinn?
Getur þú það?

Fólk sem lifir við þannig aðstæður mánuðum og árum saman verður örvæntingarfullt, þunglynt, félagsfælið, óttaslegið og kvíðafullt og því miður eru fjölmargir sem gefast upp og taka sitt eigið líf vegna þessa, sérstaklega ungt fólk sem hefur lent í fíkniefnaneyslu eða hreinlega brunnið út þegar það höndlar ekki það álag og þær kröfur sem þjóðfélagið setur á það.

Þetta er kerfisbundið niðurbrot sem kostar þjóðfélagið og ríkið mun meira heldur en að hækka bætur fólks upp fyrir fátæktarmörk og hætta öllum skerðingum á öðrum tekjum upp að 600 þúsund krónum og hækka skattleysismörk upp í 350 þúsund því það er staðreynd sem er svo margbúið að sanna að fólk sem lifir við sæmilega gott efnahagslegt öryggi líður betur bæði andlega og líkamlega, er virkara félagslega og kostar þar af leiðandi ríkið og heilbrigðiskerfið minna þegar upp er staðið.

Það að búa við kvíða og ótta árum saman er ekkert annað en andlegar pyntingar sem íslensk stjórnvöld stunda með fullri vitund og með kerfisbundnum hætti á öryrkjum og öldruðum.

Þetta þarf að stoppa og það strax.

Skoðað: 3325

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir