Refsað fyrir að fara í nám
Skoðað: 3486
Af og til heyrum við um ljóta hluti sem sýna hvað velferðarkerfið á íslandi er meingallað.
Þessa sögu rak á fjörur okkar á facebook og segir í raun hvernig kerfið sem á að koma fólki til hjálpar setur það í enn verri stöðu en það var í fyrir.
Ungur maður sem var í neyslu í mörg ár fékk greiddar bætur frá Reykjarvíkurborg í hverjum mánuði til að framfleyta sér. Reykjarvíkurborg fékk vottorð frá heimilislækni mannsins upp á að hann væri í virkri neyslu þannig það er ekki eins og neyslan hafi verið falin.
Þessi sami maður hættir í neyslu og flytur út á land. Í fyrsta skipti fær hann löngun til að mennta sig og skráir sig í skóla. Nú er mál með vexti að sveitarfélagið sem hann býr í neitar honum um lágmarks framfærslu á þeim forsendum að hann sé í skóla.
Í dag heyrði hann í þjónustufulltrúanum sínum sem sagði honum að það eina sem væri í boði fyrir hann væri að hætta í skólanum, fara á bið hjá Vinnumálastofnun og þegar honum væri hafnað þar þá myndi sveitafélagið greiða honum bætur.
Maðurinn spurði fulltrúann hvort að það væri rétt skilið hjá honum að ef hann væri í skóla að reyna að mennta sig þá væri sveitafélagið ekki tilbúið til að styðja við hann en ef hann myndi hætta í skóla núna og sitja heima hjá sér alla daga að gera ekki neitt þá væri sjálfsagt að veita honum fjárhagsaðstoð.
Til að svara þeirri spurningu afhverju hann vinni ekki með skóla þá er það þannig að hann er með fasta sumarvinnu en treystir sér einfaldlega ekki í að stunda bæði vinnu og skóla á sama tíma, hann er hræddur um að það verði of mikið og það endi með að hann hætti bara öllu aftur.
Það er hreint út sagt ógeðslegt hvernig velferðarsvið sveitarfélagana hagar sér og kemur fram við fólk sem ætlar þó að reyna að mennta sig og þarf þá á aðstoð að halda til þess. Það mætti ætla að sveitarfélögin sjái sér meiri hag í því að halda fólki í neyslu og/eða á götunni miðað við svona framkomu.
Hverjir setja saman svona gjörsamlega handónýtt kerfi og eru svo ekki menn til að bera ábyrgð á því þegar upp er staðið?
Þetta er eitt af því sem verður að breyta í þessu landi.
Skoðað: 3486