Rányrkja ríkisins á öryrkjum og eldri borgurum

Skoðað: 1646

það eru komin rúm ellefu ár síðan það var skrifuð nokkuð góð samantekt af óréttlinu sem skellt var á öryrkja og aldraða í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Marínó G. Njálsson skrifaði um á sínum tíma eftir að hann þurfti að eyða mörgum klukkutímum í verkefni sem hann taldi að tæki ekki nema dagspart, en um var að ræða hugbúnaðarkerfi fyrir Tryggingastofnun ríkisins þar sem greina þurfti allar breytur vegna lagabreytinga almanntryggingakerfisins á árunum eftir hrun.

Þetta er svolítið sláandi lesning ef maður spáir í því hvað langt var seilst á þessum tímia til að koma algjörlega í veg fyrir að öryrkjar sérstaklega og eldri borgarar gætu aukið tekjur sínar með einhverjum hætti því allt sem þeir unnu sér inn var hirt af þeim og skattað að auki þannig að þeir þurftu hreinlega að borga með sér ef þeir fóru út á vinnumarkaðinn og skiluðu heiðarlega af sér til yfirvalda.

Fljótelga eftir innleiðingu skerðingana og aukinar skattheimtu auk þess sem eftirlit með bótasvikum var aukið fór fólk í þessum hópum að afla sér tekna með “svartri” vinnu, bara til þess að komast af á milli mánaða.
Ástandið var svo slæmt á tímabili að margar einstaæðar mæður leiddust út í vændi til að sjá sér farborða.

Engin svona greining hefur verið gerð svo heitð geti á síðustu árum og stjórnvöld hafa frá árinu 2019 ekki einu sinni haft fyrir því að uppfæra framfærsluviðmið enda veit ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem og ráðherrar ríkisstjórnarinar að það mundi sýna svart á hvítu þau gífurlegu svik þessarar ríkisstjórnar við fátækasta fólkið í landinu.  Fólkið sem Katrín sagði að gæti ekki beðið eftir réttlæti af hálfu stjórnvalda, því það, að biðja fátækasta fókið að bíða eftir réttlæti væri það sama og að neita því um réttlæti.
Fyrstu orð hennar í stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra voru einmitt að segja við þetta fólk að það yrði áfram að bíða eftir réttlætinu og þar með var hún að segja að hún og hennar ríkisstjórn ætluðu, hvað sem öllu liði, að neita því um réttlæið í framtíðinni.

Öryrkjabandalagið þarf að setja pressu á ráðherra í ríkisstjón Katrínar Jakobsdóttur að uppfæra framfærsluviðmið og halda þeim við, taka húsnæiskostnað inn í þau viðmið og halda fólki upplýstu um stöðuna.  Sérstakĺega á þeim tímum þegar verðbólga og vaxtahækkanir eru með þeim hætti sem hefur verið allt þetta og síðasta ár.

Það er komin tími til að þessi ríkisstjórn biðjist lausnar og boði til kosninga enda ætti öllum að vera ljóst að hún er gjörsamlega óstarfhæf og ræður ekkert við það ástand sem hún hefur komið á í þjóðfélaginu.

Skoðað: 1646

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir