Ósannindi og lygar formanna stjórnarflokkana í beinni útsendingu í fréttum RÚV
Skoðað: 6919
Það er með hreinum ólíkindum að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson skuli báðir komast upp með það í sama fréttaskoti á RÚV að ljúga blákalt framan í þjóðina án þess að blikna eða blána.
Aldrei hafa aðrir eins óþverar í mannsmynd komist í stjórn landsins eins formenn stjórnarflokkana í ríkisstjórn Íslands.
Verra er þó að horfa upp á þingmenn þessara flokka sem eru svo kúgaðir af foringjahollustu að þeir geta ekki einu sinni farið að eigin sannfæringu í einu eða neinu, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað heldur fylgja þeir foringjum sínum eins og hundkvikindi sem beittur hefur verið kúgun og ofbeldi alla sína tíð.
Í myndbandinu hér að neðan sem klippt er saman úr fréttatíma Rúv í kvöld, 16. des, lýsa bæði Sigmundur og Bjarni því yfir að öryrkjar og aldraðir hafi fengið leiðréttingu kjara sinna samkvæmt lögum um almannatryggingar, en allir sem hafa eitthvað fylgst með fréttum og atburðum síðustu vikur, vita og skilja að þetta er hrein og klár lygi. Aldraðir og öryrkjar fengu 3% hækkunn um síðustu áramót, rétt um 6. þúsund krónur og síðan ekkert meir og þeir hafa heldur ekki fengið þá hækkunn sem þeim ber samvkæmt lögum um almannatryggingar þar sem er skýrt kveðið á að bæturnar skuli hækka í samræmi við laun á almennum vinnumarkaði og því er það lygi og ósannindi sem bæði forsætis og fjármálaráðherra fara með hér í myndbandinu.
Bjarni Benediktsson segir í lok myndbandsins að það hafi verið farið að lögum um almannatryggingar og að aldraðir og öryrkjar hafi fengið sína hækkunn, en þar á hann sennilega við þessi þrjú prósent sem þeir hópar fengu um síðustu áramót og var tekin af þeim sama dag og rúmlega það þegar virðisauki á matvæli var hækkaður um 4%.
Það er ömurlegt að horfa upp á fréttamann RÚV leyfa Bjarna Ben að komast upp með að ljúga framan í þjóðina án þess að hreyfa mótmælum við lygunum og sýnir lyddu og aumingjaskap fréttamannsins, getuleysi hennar og þjónkun við valdhafana.
Aumingjaskapurinn er algjör hjá fréttastofu Rúv.
Hér fyrir neðan má svo hlusta á lygar þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna Ben.
Skoðað: 6919