Ósamræmi milli reiknivélar TR og greiddra bóta
Skoðað: 1609
Reiknivél Tryggingastofnunar Ríkisins er furðulegt fyrirbæri og verður hreinlega að segjast eins og er að það er ekkert samræmi milli þeirra niðurstaðna sem þar fást og svo þeirra útreikninga sem greiðsluáætlun einstaklinga sýnir sem og þá útborgaðar bætur frá þeirri stofnun.
Við lögðum upp með dæmi einsatklings sem fór á örorku 37 ára gamall og hafði unnið sér inn réttindi í lífeyrissjóð og fær þar af leiðandi greiddan út lífeyrissjóð sem skertur er um krónu á móti krónu enn þann dag í dag þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda árum saman að afleggja þann þjófnað sem þær skerðingar eru og svo greiðir TR örorkubæturnar eins og lög gera ráð fyrir.
Útborgaðar bætur frá lífeyrissjóði eru 119.292,- krónur í febrúar 2022 og má því búast við að sama upphæð komi til greiðslu út árið.
Bætur TR sem greiddar verða út þann 1. apríl næstkomandi verða að upphæð 162.533,- krónur eða samanlagt að upphæð 281.825,- krónur.
Þetta er eftir skatta, gjöld og þjófnað ríkisins á lífeyrisgreiðslum úr lífeyrissjóði.
Reiknivél TR hins vegar vill, miðað við gefnar forsendur, meina að útborgaðar bætur eigi að vera 279.947,- krónur og munar því þarna 53.458,- krónum sem hverfa í einhverja algjörlega óútskýranlega hít hjá Tryggingastofnun og það starfsfólk sem rætt hefur verið við kannast ekki við þetta og skilur þetta ekki því það sér ósamræmið en finnur ekki skekkjuna eða hvar hún er í gögnum hjá sér því reiknivélin segir að heildargreiðsla til útborgunar eftir skatta og gjöld með 50% skattkorti hjá lífeyrissjóðnum og 50% skattkorti hjá TR eigi að vera 335.283,- krónur í heildina með lífeyrissjóðsgreiðslunum.
Þetta var reiknað út hvað eftir annað til að reyna að fá eitthvað samræmi í tölur reiknivélarinnar og þær tölur sem koma fram í útreikningum á “mínum síðum” TR en alltaf kom þetta sama misræmi fram í þeim útreikningum.
Það skal tekið fram að viðkomandi skuldar TR ekkert og engir samningar eru í gagni um neinar endurgreiðslur eða neinar kröfur í gangi á hendur viðkomandi svo ekki er hægt að skella skuldinni á það.
Viðkomandi er búinn að vera búsettur erlendis síðan í júlí 2017 en þó svo þær forsendur séu settar inn í reiknivélina hjá TR breytir það engu til um niðurstöðurnar.
Það væri fróðlegt ef lesendur gætu skoðað þetta hjá sér, farið í reiknivél TR og á “mínar síður” TR, skoðað hvort misræmi er milli þess sem TR greiðir út og þá þess sem reiknivélin hjá þeim gefur upp.
Ef fólk vill koma einhverju á framfæri hér hjá okkur er alltaf hægt að senda okkur póst með því að smella hérna.
Skoðað: 1609