Öryrkjar búsettir erlendis ekki búnir að fá uppgjör. Tryggingastofnun lýgur miskunnarlaust að fólki
Skoðað: 1620
Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun Ríkisins liggur uppgjör fyrir árið 2021 fyrir hjá stofnunni og verða inneignir greiddar út þann fyrsta júní næstkomandi.
Þetta er einfaldlega ekki satt því lífeyrisþegar sem eru búsettir erlendis hafa ekki fengið neitt uppgjör og fá ekkert greit þann fyrsta júní eins og fram kemur í frétt stofnunarinnar.
Sá sem þetta skrifar er búsettur í Svíþjóð og á forsíðu á mínar síður er bara tilkynning um að uppgjör liggi fyrir og að inneignir verði greiddar út þann fyrsta júní en þegar farið er inn í rafræn skjöl er þar ekkert að finna. Fleiri af þeim sem búsettir eru erlendis hafa sömu sögu að segja, það sé ekkert uppgjör að finna hjá þeim.
Einstaklingur búsettur erlendis sem hafði samband við stofnunina segir að eftir símtal við stofnunina að þjónustufulltrúi hafi verið bæði vandræðalegur og hálf aumingjalegur í svörum þegar hún loksins aulaði því út úr sér að; “eitthvað yrði klárað í haust” en gaf ekkert nánar út um það.
Það er með öllu óþolandi að þessi stofnun, TR, skuli ítrekað fara með ósannindi gagnvart “skjólstæðingum” sínum, fólkinu sem þessi stofnun á að aðstoða og hjálpa en virðist því miður stöðugt vera á þeirri vegferð að gera hið gagnstæða.
Fólk sem lifir undir hælnum á þessari stofnun þarf að vera duglegt að fylgjast með því sem er í gangi og ekki hika við að kvarta undan því þegar rangt er farið með og leita viðhlýtandi skýringa á starfsháttum stonfunarinnar ásamt því að senda inn kvartannir til ráðherra þess sem fer með málefni TR.
Við sem erum búsett erlendis eigum sama rétt á því og þeir sem búa á íslandi, á því er engin undantekning og það að ljúga hreinlega að fólki eru ekki vinnubrögð sem eru ásættanleg.
Skoðað: 1620