Örsaga af því hvernig kvótakerfið á íslandi virkar í raun

Skoðað: 2616

Sagan hér að neðan er fengin að “láni” frá Óla “ufsa” en hún útskýrir vel fyrir þeim sem ekki hafa kynnt sér kvótakerfið hvernig það virkar í raun og veru.
Það er nauðsynlegt að almenningur fari að kynna sér hvernig útgerðarmenn hafa komist yfir eigur landamann, þjóðarinar án þess að greiða fyrir það nema brot af sanngjarnri leigu meðan eigendur útgerðana moka milljörðum á milljarða ofan í eigin vasa eða á aflandsreikninga erlendis meðan þjóðin lýður skort, laun eru undir fátæktarmörkum, grunnkerfin hrynja eitt af öðru, aldraðir lepja dauðan úr skel og stjórnvöld sjá sjúklinga og öryrkja sem afætur og bagga á ríkissjóði og neita að skammta þeim hópum bætur sem duga til framfærslu svo flestir af þeim hafa ekki efni á mannsæmandi húsnæði og eiga ekki fyrir mat eða lyfjum út mánuðinn.

Sagan um ísbílinn:

Þjóðmundur hét maður sem átti forláta Ísbíl sem hann lánaði vini sínum Sæmundi til afnota.
Sæmundur var ötull í vinnu við Ísbílinn og með sókn á „markaðinn“ hafði hann ágætis afkomu af rekstri Íslbílsins.
Gróðmundur var áhorfandi að þessari velgengni Sæmundar á Ísbílnum og vildi endilega komast í tæri við þessa velgengni svo hann ákvað að fara til kunningja sinna í „Bankanum“ og fékk þar stórlán til að kaupa af Sæmundi Ísbílinn góða.
Nú gerði Gróðmundur út Ísbílinn og sagði öllum að hann ætti bílinn en Sæmundur tók ótímabært eftirlauna leyfi og flutti til London og grobbaði sig af velgegni sinni.

Þjóðmundi hins vegar fór nú að lengja eftir Ísbílnum sínum og hafði samband við vin sinn Sæmund sem fengið hafði Ísbílinn að láni.
-Haaa…?
Ísbíllinn?  Eeeeeh?  Ég seldi Gróðmundi Ísbílinn, -sagði Sæmundur.
„Hvað ertu að segja Sæmundur?“  „Seldir þú bílinn sem ég lánaði þér?  Og hvar eru peningarnir?”
„Eeeeh eeeeh peningarnir?  Ég á þessa peninga“.
„ Núú?“  Segir Þjóðmundur.“  En Íslbíllinn?“ „ Hvar er hann“?
„Gróðmundur á hann“.
„Hvað meinar þú“?  Spyr Þjóðmundur.
“Ég á Ísbílinn.  Ætlið þið að stela bílnum“?  Ég verð þá að lögsækja Gróðmund þar sem ég held á afsali Ísbílsins“.
„Já“ segir Sæmundur „gerðu það bara“.
„Já já ég geri það og tek af honum Ísbílinn og segi honum að sjáfsögðu að hann eigi þar með kröfu á þig þar sem þú seldir eitthvað sem ég átti en ekki þú.
Þú hafðir enga heimild til þess því ég held á afsalinu“.

Þannig virkar kvótakerfið í stuttu máli.
Þjóðin heldur enn afsalinu og á með réttu allan kvótan en útgerðirnar þykjast eiga hann, segjast reyndar eiga hann þó þeir viti nákvæmlega og algjörlega að það er ekkert annað en lygi og blekking.

Því þarf almenningur að standa vörð um þess eign sína með kjafti og klóm og krefjast þess að nýja stjórnarskráin verði samþykkt á alþingi og farið að starfa eftir henni enda eru í henn skýr ákvæði sem taka á þjófnaði, spilingu og frekju úgerðana í landinu og einnig eru þar ákævði sem gera ábyrgð þingmanna og ráðherra mun skýrari en þau eru í dag.

Almenningur þarf að standa saman núna í að losa okkur við spillingaröflin og koma skikki á í stjórn landsins því núverandi ríkisstjórn er samansett af gjörspilltum aumingjum sem hafa ekki snefil af ábyrgðartilfiningu og maka bara eigin krók en gera ekkert fyrir þjóðina eða fólkið í landinu.

Skoðað: 2616

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem þær skrifa

umsagnir